Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 11
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
9
það, varð þrátt fyrir allt „hilmir marka". Og nú mænir hann yfir hjarnið
sem eitt af leiðarmörkum framtíðarinnar."
Sigurður lauk stúdentsprófi sumarið 1906 með mjög góðum vitnis-
hurði, 104 stigum, en hóf um haustið nám í norrænum fræðum við há-
skólann í Kaupmannahöfn. Jóhannes faðir hans studdi hann sem fyrr
til námsins, og sýna bréf hans til Sigurðar, er varðveitzt hafa, hve annt
hann lét sér um þennan son sinn og náið var með þeim feðgunum.
Finnur Jónsson prófessor varð aðalkennari Sigurðar við Hafnarhá-
skóla, en hann hafði ráðizt að skólanum 1887 ári eftir að Konráði Gísla-
syni var veitt lausn frá embætti. Finnur Jónsson lét brátt mjög að sér
kveða í fræðunum, og segir Sigurður svo m. a. í grein þeirri, er hann
birti um Finn sjötugan í Skírni 1928, en Finnur lét um þær mundir af
embætti við háskólann: „Rannsókn hins forna kveðskapar, útgáfa kvæð-
anna og skýringar hafa verið höfuðþáttur hinnar margháttuðu vísinda-
starfsemi hans, og þar hefur hvert stórvirkið rekið annað. A málfræðinga-
fundinum í Stokkhólmi 1886 lagði hann fram áætlun sína um nýja út-
gáfu dróttkvæðanna, þar sem textinn bæði væri prentaður nákvæmlega
eftir öllum handritum og færður eftir föngum til réttrar og upphaflegrar
myndar. Eftir 30 ár var verkinu lokið, Den norsk-islandske skjaldedigtning
í fjórum bindurn og annarri útgáfu skáldamálsorðabókar Sveinbjarnar
Egilssonar (Lexicon poeticum). í þessum bókum mátti segja, að arðinum
^f starfi hans og fyrirrennara hans væri safnað í eina kornhlöðu.“
Þótt Sigurður virti Finn mikils sem vísindamann og kennara, varð
honum, að því er hann segir í sömu grein, „fremur hugsað til vinnustofu
hans á Nyvej 4 en kennslustofunnar í háskólanum. Ég kom þrásinnis
heim til hans að leita ráða og bera upp efasemdir. Auðvitað kom ég ekki
að tómum kofunum. Þekking hans á fræðum sínum er mjög víðtæk. Samt
eru mér svör hans ekki minnisstæðust. Einn einfeldningur getur spurt
meira en sjö vitringar geta svarað. Þegar út í vafaefnin kemur, verður
hver að finna sjálfum sér leið. En ég minnist hins, hvernig ég gekk niður
Erederiksbergs Allé léttari og stæltari í spori og gat ekki fengið af mér
ah setjast upp í sporvagn. Ég hafði fengið nýja trú á fræði mín, datt
margt í hug, treysti sjálfum mér betur: „Komi nú einhver og fáist við
mig- Eg hafði snert á andlegri aflstöð og fór burt hlaðinn orku. Getur