Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 143

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 143
ANDVARI FRÁ SÖLVA IIELGASYNI 141 ágætum fræðimönnum, móðurbræðrum sínum þeim Guðmundi Davíðssyni á Hraunum og Ólafi Davíðssyni. Davíð faðir þeirra var prestur í Felli um skeið og kunnugur mönnum þar og í Fljótum, og frá Ólafi munu runnin að mestu þau eiginhandrit Sölva, sem geymd eru á Landsbókasafni. Fyrir utan Frakklands- sögu (brot) og heimspekirit eru þar eink- um smásneplar með rithönd Sölva, vísur um hann, kannski sumar ortar af öðrum, og ýmsir orðaleppar um óvini Sölva. Miklu fleira en þar finnst hlýtur Sölvi að hafa ritað á sinni löngu ævi og sjálf- sagt eitthvað, sem honum er meiri vegs- auki að. Trúlegt er, að finna mætti í húsi Davíðs Stefánssonar og safni hans á Ak- ureyri sitt af hverju, sem hann hefur safn- að af heimildum um Sölva, áður cn hann hóf að skrifa sina miklu skáldsögu urn Sólon Islandus. Það litla spjall, sem hér fer á eftir, verður engin tæmandi ævisaga, heldur drepið á örfá atriði úr ævi Sölva, sem ef til vill eru ekki öllum jafnkunn og það, sem mest hefur verið á loft haldið um þennan furðulega mann, geðtruflaðan, en gæddan fágætum hæfileikum, sem varð langlífur, en vissi sjaldnast fyrir sinn næturstað, og bjó þó í landi vistaskyld- unnar, sem yfirvöld landsins vörðu af hörku, en mundi nú túlkað sem átthaga- fjötrar. Lengst af tókst Sölva að virða að engu boð um heimilisfestu, og má raun- ar telja það meiri háttar afrek á 19. öld. Þó að frelsishugsjónir tækju þá smám saman að glæðast, brotnuðu bylgjur þeirra hægt í bændasamfélagi því, sem ríkti alla öldina- á landi hér, - Árið 1901 birtist í skólablaði Lærða skólans í Reýkjavík dálítil frásögn eftir Andrés Björnsson og litlu seinna nokkur viðbætir eftir Sigurð Guðmundsson frá Mjóadal, síðar skólameistara á Akureyri. Þegar þeir rituðu, hafði Sölvi hvílt í gröf sinni í finnn ár, en báðir höfðu þcir séð hann ungir sveinar. Þó að Andrés geti þess ekki, er mér kunnugt, að hann gisti foreldra okkar, og hef auk heldur fyrir satt, að hann hafi boðizt til að kenna bróður rnínum „spekí", hvað sem úr því hefur orðið. Man ég, að faðir minn sýndi mér talsvert af uppdráttum, sem Sölvi hafði gefið honum. Hygg ég, að Sölvi hafi átt vinum að mæta í foreldrahúsum okkar bræðra. Móðir mín bar honum vel sögu, sagði hann hafa verið kattþrifinn og því gott að hýsa hann, þrátt fyrir sér- sinni hans. En Sölvi var einnig með öðru móti í vissurn tengslum við föðurfólk mitt. Faðir minn og afi voru Slétthlíðing- ar eins og hann. Bjarni í Brekku, afi minn, og Sölvi voru rnjög jafnaldra, Bjarni fjór- um árum yngri, og fæddir á sama bæ. Bjarni var upp alinn hjá Birni hrepp- stjóra á Yzta-Hóli, sem jafnan er kenndur við Skálá, móðurbróður sínum og sam- tíða Sölva þann tíma, sem hann var und- ir handarjaðri Björns, og þeir hafa því verið kunnugir frá æskuárum. Tel ég víst, að frásögn Andrésar bróður míns sé runnin frá feðgunum, föður okkar og afa, og ætti því að vera traust heimild það scm hún nær. Þótt undarlegt megi virðast, gerir And- rés litla grein fyrir fæðingarstað Sölva, segir hann vera fæddan „í koti einu við Skagafjörð austanverðan árið 1820“. Um þetta eru kirkjubækur fróðari, því að samkvæmt þeim er Sölvi fæddur á Fjalli í Sléttuhlíð 16. ágúst 1820. Voru foreldr- ar hans Helgi Guðmundsson f. 1775 og kona hans Ingiríður Gísladóttir f. 1795, og rekja má fyrsta ferðalag Sölva Helga- sonar spor fyrir spor, þegar faðir hans ber hann til skírnar sólarhringsgamlan. Slík ferð gat ekki verið hættulaus reifabarni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.