Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 139
ANDVARI
ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ?
137
útgáfu af ljóðum Swinburnes og verk Francis Bacon’s: Essays, Civill and
Morall. Óneitanlega mikil fjölbreytni í litlum bæ á norðurströnd íslands, og
þetta voru aðeins bækurnar í glugganum. Bókin eftir Bacon virtist komast í
vasa, svo að ég keypti lrana, því að ég bafði aldrei lesið allar ritgerðir hans.
Þegar ég blaðaði í henni, datt ég niður á eftirfarandi kafla í ritgerðinni Um
ferðalög:
„Ef þú vilt að ungur maður læri mikið á ferðalagi, verðurðu að gera
sem hér segir.....láttu bann ekki dvelja lengi í bæ eða borg, nokkurn veg-
inn eins og nauðsyn krefur, en ekki lengur. Þegar hann dvelur í bæ eða borg,
þá láttu Iiann skipta um dvalarstað úr einum bæjarhluta í annan, það auðveldar
mjög kynninguna. Láttu bann forðast landa sína og borða á stöðum, þar sem
hann er í góðum félagsskap innfæddra. Láttu hann, þegar bann flytur úr ein-
um stað í annan, verða sér úti um meðmæli til einhvers málsmetandi manns á
nýja dvalarstaðnum, svo að bann geti notið aðstoðar lrans til að sjá og heyra
það sem bann vill. Með þessu móti getur hann hæglega stytt ferðalag sitt.“
Ritgerðin er full af heilræðum, sem eiga jafnmikið erindi til nútíma ferða-
langs á íslandi og til þess manns á 16. öld, sem Bacon hafði í huga. Mér virtist
hún vera hvatning til mín um að halda ferð minni áfram. Ég sá mig þegar í
anda kominn á skipsfjöl og horfandi yfir úfinn sæ til eyðilegra skaga þessarar
grófhöggnu strandar, er liðu hægt framlijá.“
1 næsta kafla: Lagt upp í Spánarför, greinir Hall frá því að þegar hann, eini
gesturinn á hótelinu, hafði nýlega lokið við að borða skyrdiskinn sinn að kvöldi
10. desember 1922, heyrði hann í eimflautu. Erlent vöruflutningaskip var að
sigla inn á Pollinn. Honum flaug í hug að fara með þessu skipi til einhverrar
annarrar hafnar á Norðurlandi, enda hafði hótelstýran látið á sér skilja, að
hún hefði ekki ráð á að halda hótelinu opnu fyrir hann einan allan veturinn.
Hann fór að finna skipstjórann, sem var enskur, og bað hann um far. Skip-
stjórinn lofaði að taka hann með sér og sagði, að hann skildi vel, að hann
vildi losna úr þessu landi. Það kom þá í Ijós, að skipið var á leið til Spánar
með saltfisksfarm. Það kom nokkurt hik á Hall, og skipstjórinn spurði: „Nú,
viltu ekki fara til Spánar?" „Mér hafði nú ekki dottið það í hug,“ svaraði
Hall, „en því ekki það?“ Því ekki að dvelja um tíma á Spáni og bera saman
hina gamalgrónu menningu þessara tveggja landa og koma aftur með sama
skipi eftir nokkra mánuði til íslands? — Og Llall tók sér far með skipinu, sem
átti að fara beint til Spánar frá Akureyri. En skipið var varla lagt úr höfn,
þegar hann fór að iðra þessa fljótfærnislega uppátækis, og honum létti, þegar