Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 81
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
79
I umræddri ferð var hann gerður heiðursdoktor við háskólana í Leeds
og Aberdeen, en var sýndur sams konar sómi í Oxford 1950.
í sumunr ferðum sínum til Bretlands flutti hann fyrirlestra, er síðar
voru hirtir á prenti, svo sem fyrirlestur um Islenzku tilraunina, The Ice-
landic experiment, er fluttur var í Aberystwyth, Bangor og Cambridge og
kom út á gelisku í tímaritinu Efrydydd 1950. Sigurður flutti 3. janúar 1952
í Modern Humanities Research Association, í University College í London,
erindi, er hann nefndi Time and Vellum og fjallaði um efnahagslegar for-
sendur íslenzkra fornbókmennta. Fyrirlestur þessi var birtur í ársriti fé-
lagsins, Annual hulletin nr. 24, þetta sama ár. Hann var síðar þýddur á
sænsku og prentaður í Scripta Islandica 5 (1954), og ennfremur kom
hann út í norskri þýðingu ásamt fleiri greinum og köflum úr riturn Sig-
urðar í Islandske streiflys 1965.
Vorið 1954 flutti Sigurður fyrirlestur í Glasgowháskóla um sann-
fræði íslendingasagna, The historical element in the Icelandic family sagas,
en það var svonefndur W. P. Ker-fyrirlestur, kenndur við þann brezkra
fræðimanna, er Sigurður mat einna mest. ,,Hann þótti mér að flestu vera
því líkastur, sem ég mundi kjósa fræðimann á íslenzk efni,“ segir Sigurður
í Islenzkri menningu, „enda varð ég honum mjög handgenginn. Mun og
þessi bók hera hans meiri merki en annarra manna, þótt rit hans um þau
fræði séu ekki mikil að vöxtum." Þessi fyrirlestur var prentaður í flokknum
Glasgow University Publications, The W. P. Ker Memorial Lectures, 15,
1957, og mestur hluti hans síðar birtur á sænsku í Scripta Islandica 10
(1959) og allur á norsku í Islandske streiflys 1965.
Arið 1950 safnaði Sigurður fáeinum vísum og kvæðurn, er hann hafði
ort eða þýtt og flest hirt áður, og gaf út í dálitlu kveri, er prentað var sem
handrit í 54 tölusettum og árituðum eintökum og nefndist Skottið á skugg-
anum. Meðal þeirra voru kvæðin Foss í fjötrum og Bjóst ég i bjargið
dökkva, er voru hið fyrsta, sem birtist á prenti eftir hann í Eimreiðinni
1909.
Einna kunnust mun vera þessi staka frá árinu 1915:
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lífsins streymir,