Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 92
90
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
minntist þess oft, þegar þeir Jón Jakobsson landsbókavörður gengu á ein-
um degi úr Reykjavík austur að Selfossi og stilltu svo til, að ferðina bar
upp á sama dag og Stórstúkuþing var sett í Reykjavík. Vildu þeir með því
sýna, að fleiri gætu verið knáir en algerir bindindismenn. Þegar aldurinn
færðist yfir Sigurð og bann var minna á ferli, gerðist bann nokkuð lotinn
og varð þyngri á sér.
Hafi mönnum fyrr á tíð þótt Sigurður bera sig fullbratt, og þeirn,
sem lítt eða ekki þekktu hann, fundizt kenna nokkurs oflætis eða þótta í
fari bans og framgöngu, er víst, að þess varð æ minna vart eftir því sem
á árin leið. Hann varð í rauninni allur mildari, og yfir ýmsu, er hann
ritaði á efri árum, er heiðríkja og eins og ylurinn og glaðværðin undir
niðri sé þar jafnvel ennþá meiri. Eitt af því, sem hann langaði til að fjalla
urn undir lokin, var Matthías Jochumsson, eða eins og hann segir í for-
mála fyrir bókinni um Einar Benediktsson 1971:
„Helgafell hefur gert þessa litlu bók úr garði með svipuðu sniði sem
tvær eldri, um Stephan G. Stephansson og um Hallgrím Pétursson og
Passíusálmana. Feginn vildi ég enn bæta þeirri fjórðu við um síra Matthías
Jochumsson — og láta hann vera útgönguversið. Ef mér entist ekki aldur
til að vinna úr þeim drögum, sem ég á til hennar, finnst mér ofurlítil úr-
lausn að segja að minnsta kosti frá áforminu."
Það varð ekki langt á milli þeirra hjónanna, Ólafar og Sigurðar.
Ólöf lézt 18. marz 1973, en Sigurður 21. september 1974. Við útför hans
27. september var sálmur Hallgríms Péturssonar, Um dauðans óvissan tíma,
sunginn einn sálma, honum skipt og fyrstu níu erindin sungin þegar í
upphafi, eflaust að ósk Sigurðar sjálfs fyrir andlátið, honum fundizt, að
menn mundu skynja hann enn næmari skilningi, ef þeir heyrðu hann þá,
en ekki svo sem venja er í lokin, og má segja, að þetta hafi verið síðasta
stílbragð Sigurðar Nordals.
Hlýða þykir, að hann fái og að hafa seinasta orðið í þessu yfirliti um
ævi hans og störf, þar sem svo margt hefur verið rifjað upp úr verkum
hans. Kafli sá, sem valinn hefur verið, er niðurlag IX. kapítula bókarinnar
um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana, lok hugleiðingar um 44. sálm-
inn, er Sigurður hefur haft einna mestar mætur á allra sálmanna:
„Svipar ekki 44. Passíusálminum undir lok píslarsögunnar til friðar-