Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 142

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 142
ANDRÉS BJÖRNSSON: Frá Sölva Helgasyni Það má líklega kalla að bera í bakka- fullan læk að fara orðum um jafn þjóð- kunnan mann sem Sölva Helgason. Svo lítið sem veraldarlán þessa förumanns var, hcfur síðari tíminn gert sér tíðræddara um hann en allan fjölda þeirra, sem gctið hafa sér meiri lofstír í lifanda lífi. Hann hefur orðið yrkisefni stórskálda, og fróð- leiksmenn og konur hafa haldið á lofti nafni hans í minningabókum og fræðirit- um. Samt er ævisaga Sölva enn óskráð, og það, sem hér verður sagt, er kannski ör'ítil viðbót við marga sundurlausa þætti, scm til eru um ævi hans. Allir þekkja skáldverkin, sem um Sölva hafa verið rituð, hina miklu skáldsögu Davíðs Stefánssonar: Sólon Islandus, og frásagnir Elinborgar Lárusdóttur í Föru- mönnum, ljóð Jóns Helgasonar og hár- beitta háðvísu Bólu-Idjálmars: Heimspekingur hér kom einn á húsgangsklæðum. Með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum. Getið skal hér nokkurra prentaðra heim- ilda um Sölva, en mjög er það af handa- hófi: Finnur Sigmundsson fyrrum lands- bókavörður hefur nokkuð rakið æviferil Sölva í safnritinu Ómmu, birtir þar með- al annars þætti um hann eftir Gísla Kon- ráðsson og Sigmund Long. Ennfremur tilfærir hann glefsur úr ritum Sölva og visur eftir hann. — Þá skal getið Minn- inga Ingunnar Jónsdóttur frá Kornsá, sem segir ýmsar sögur af Sölva, kafla um hann í Endurminningum frú Hólm- fríðar Hjaltason, frásögn Vilhjálms Briem um komu Sölva að Reynistað, þar scm faðir Vilhjálms, Eggert Briem sýslumað- ur, sat þá. Bréfmiðar nokkrir frá Sölva á dönsku eru prentaðir í Félagsbréfum Al- menna bókafélagsins. Síðast, en ckki sízt nefni ég þátt Jónasar heitins Jónassonar frá Hofdölum í ritinu Heimdraga. Það cru þrjár stuttar frásagnir, sem sýna Sölva ■frá ýmsum og ólíkum hliðum. Fyrst lýsir hann litlum, en góðum kynnum sínum af Sölva, er þeir hittust á Vindheimum, annar gamall, hinn ungur. Næst er saga um það, er Sölva var misboðið í orðurn og hann gckk í burtu af bæ, og loks viðtal Jónasar við Hallfríði Björnsdóttur á Svaðastöðum og skilningur þeirrar góðu og greindu konu á Sölva. Hún var dóttir Björns á Skálá, sem síðar verður nokkuð frá greint. Annars mun verða seint að tclja prent- aðar heimildir um Sölva meiri og minni háttar. Þess er rétt að geta, að Davíð Stefáns- son segir í stuttum eftirmála við skáld- sögu sína, að hann hafi stuðzt við „hinn sanna æviferil Sölva, þó að margt sé und- an dregið og víða frá vikið.“ Þykist ég vita, að Davíð hafi kannað vandlega heimildir um ævi Sölva, eftir því sem við varð komið, en Davíð stóð líka nærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.