Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 124

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 124
122 SIGURÐUR ÞÓRARINSSON ANDVARI James Norman Hall, annar höfundur ofangreindrar bókar, fæddist í smá- bæ í Iowaríki í Bandaríkjunum 1887. Hann ólst upp við kröpp kjör í heima- húsum, dulur og hlédrægur drengur, snemma haldinn skáldagrillum og undi sér bezt í einveru úti í náttúrunni. Samtímis því að vinna fyrir sér komst hann í gegnum college og vann síðan í fjögur ár að ýmsri hjálparstarfsemi í fátækra- hverfum Bostonborgar. Sumarið 1914 komst hann til Englands og ferðaðist um landið á reiðhjóli, en er heimsstyrjöldin brauzt út samsumars, lét hann um- svifalaust skrá sig í brezka herinn. Hann var á vesturvígstöðvunum sem vél- byssuskytta fyrsta stríðsárið, en fékk þá orlof til að heimsækja föður sinn fár- veikan. I þeirri ferð kynntist hann Ellery Sedgwick, ritstjóra tímaritsins Atlantic Monthly, og fyrir hvatningu hans samdi hann fyrstu bók sína, Kitchener’s Mob, um reynslu sína af styrjöldinni. Hann sneri aftur til Frakklands og gekk þá í flugherinn, og það merkilega var, að þessi óframfærni draumóra- maður, sem oft var haldinn vanmáttarkennd, reyndist hinn fræknasti árásar- flugmaður og hlaut æðstu heiðursmerki. Þrisvar var hann skotinn niður og hafnaði eftir þriðju útreiðina í þýzkum fangabúðum. Er styrjöldinni lauk, hélt hann til Parísar, og þar var honum falið það verk að skrá sögu Lafayette flug- herdeildarinnar, sem hann hafði barizt í. Til samstarfs við hann var fenginn annar stríðsflugmaður, landi hans frá Kaliforníu, Charles Nordhoff, sem um margt var gjörólíkur Hall, framgjarn, en raunsær efasemdarmaður. En með þessum ólíku mönnum tókst vinátta, sem varaði til æviloka, og merkileg sam- vinna í sagnagerð. Er þeir höfðu lokið við bókina um Lafayette herdeildina, lögðu þeir upp í sjóferð til Suðurhafseyja og hugðust skrifa ferðabók fyrir Harpers Magazine. I febrúarmánuði 1920 komu þeir til þeirrar eyjar, Tahiti, sem varð aðaldvalarstaður þeirra upp frá því. Fyrsta bókin, er þeir sömdu þar saman, Fairy Lands of the South Seas, kom út 1921, og eftir það skrifuðu þeir saman 10 bækur, sem flestar hlutu miklar vinsældir. Efni þeirra flestra er sótt til Suðurhafseyja, og tvær þeirra, Men against the Sea og Pitcairn’s Island, eru framhald af Mutiny on the Bounty. Hall skrifaði auk þess margar bækur einn sér. Hann andaðist á Tahiti sumarið 1951, fjórum árum síðar en vinur hans Nordhoff, og er fullyrt, að fáir livítir menn hafi orðið eyjarskeggjum meiri harmdauði. Skal nú vikið að þeim þætti í lífi James Norman Halls, er snertir ísland og Akureyri. Heimildir mínar eru aðallega sjálfsævisaga Halls, My Island Home, sem út kom að honum látnum 1952, og bókin: In Search of Paradise — The Nordhoff-Hall Story, eftir Paul L. Briand, Jr., sem út kom 1966.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.