Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 140
138
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
skipstjórinn tjáði honum, að hann hefði slæmar fréttir að færa, hann hefði
fengiÖ skeyti um að koma við á Siglufirði. Þar fór Hall frá borði, hættur við
Spánarför, en gerði þó bæði sárt og klæjaði. Hann labbar síðan um bæinn,
les nöfn á húsum og búðum, stoltur yfir því að geta nú þýtt þau flest, en þó
vefst fyrir honum að þýða Heimilisiðnaðarútsala. Síðar um kvöldið gengur
hann upp í fjallshlíðina upp af bænum og lítur þar í fyrsta sinn norÖurljós
eins og þau geta dýrlegust orðiÖ. Hann gleymir tíma og rúmi og vaknar sem
úr leiðslu við blástur eimpípu niðri á firðinum. Hann lítur í átt til hljóðsins,
en sér ekkert. Spánarskipið hans er horfið.
Þar með lýkur frásögn Halls af dvölinni á íslandi, og um framhald henn-
ar er ekki annað vitað en að næsti kafli ævisögu hans hefst á orðunum: „Ég
fór frá íslandi snemma sumars 1923 og kom við í Boston." Hafi hann þá farið
þangað frá Akureyri, sem líklegt er, hefur hann að öllum líkindum tekið sér
far með Siríusi, sem samkvæmt fréttadálkum Akureyrarblaðanna fór frá Akur-
eyri aðfaranótt 18. júní, og þess er getið um nokkra Akureyringa, að þeir
hafi tekið sér far með skipinu áleiðis til Ameríku. I Boston hitti Hall vin
sinn Sedgwick, sem spurði hann þegar, hvernig gengi með bókina um ísland.
„Ég varð,“ skrifar Hall, „að segja honum, að ég hefði ekki lokiÖ henni. Sedg-
wick var áhyggjufullur út af þessu, en hann hefði ekki getaÖ ímyndað sér,
hversu mjög ég fyrirvarð mig fyrir að þurfa að gera þessa játningu. „Þú hefðir
átt að dvelja á íslandi, þar til bókinni var lokið,“ sagði hann. „Líkaði þér ekki
Iandið?“ Ég sagði honum, að það væri einmitt meinið, ég væri svo hrifinn af
Islandi, að ekkert, sem ég hefði skrifað um það, fyndist mér vera því sam-
boðið.“
Hall lofaði að reyna hvað hann gæti til að ljúka bókinni. Hann segist
aldrei hafa liðið slíkar sálarkvalir við samningu bókar. En allt kom fyrir ekki.
Hinn 29. nóvember 1923 endurgreiddi hann Harpers útgáfufyrirtækinu með
6% rentu þá 5000 dali, sem hann hafði fengið í fyrirframgreiðslu, og hélt
nokkrum vikum síÖar til Tahiti. íslandsbókin var aldrei skrifuð.
Lýkur hér að segja frá tveimur erlendum rithöfundum, sem fengu þá
hugdettu, annar við skrifborÖ sitt í þeirri fögru borg Stokkhólmi, hinn á sigl-
ingu undir hitabeltissól milli Marquesaseyja, að halda út til íslands til þess að
setja þar saman bók, og höfnuðu báðir á Akureyri. Dvölin þar orkaði þannig á
annan þeirra, að hann endurheimti sjálfstraust sitt og starfsgleÖi og lauk þai
þeirri merku bók, sem hann hafði nær gefizt upp við áður. Hinum jók dvölin