Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 111
ANDVARI
UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG ÍSLENDINGAÞÁTTA
109
ritgerS, er höfundur þcssa máls ritaði í
Sögu, tímarit Sögufélagsins 1970, og
bætti þar við, þegar getið hafði verið
jarðamats Gissurar biskups, þessum orð-
um neðanmáls: „Sbr. þctta jarÖamatsstarf
við hina frægu Domesday Book (sjá En-
cyclopædia Britannica) gerða í Englandi
1086 af 7 eða 8 konunglega skipuðum
kviðdómurum sínuin fyrir hvern lands-
hluta. B. S.“ Þessi neðanmálsgrein varð
til að benda á það, að ekki yrði hjá því
komizt að hafa ofurlitla hugmynd um
Domesday Book, þó að sú bók yrði ekki
lesin nema með langri dvöl á Englandi.
I enskum annálum segir svo frá upp-
hafi þessarar bókar, að árið 1085 hafi
Vilhjálmi bastarði Englandskonungi bor-
izt þau tíðindi frá Danmörku, að Knútur
konungur þar safnaði liÖi um gjörvallt
ríki sitt og hefði gert bandalag við Olaf
kyrra konung í Noregi um herhlaup á
England. Danir höfðu eftir að Sveinn
tjúguskegg vann England með aðstoð Ei-
ríks jarls Idákonarsonar 1013 ráðið mcstu
þar í landi, þangað til Vilhjálmur sigraði
Harald Guðinason við Hastings 1066.
Játvarður játari (confessor) af konungs-
ætt Engilsaxa hafði að vísu verið kallað-
ur konungur Englands frá því á fimmta
tug aldarinnar, en Guðini jarl á Suður-
Englandi og synir hans höfðu ráðið þar
rnestu síðast. Vilhjálmur konungur vann
England sem erfingi Játvarðar með her
frá Normandy, og náði síðan sáttum við
jarla Dana í Danalögum. En er þeim
barst liðsauki frá Danmörku, gerðu þeir
uppreisn gegn honum, en biðu ósigur,
og eyddi hann þá danskri hyggð í Norð-
ur-Englandi af miskunnarlausri grimmd,
og var liðssafnaður Knúts konungs til
hefnda og endurvinningar dansks rílcis.
Liðsmenn Vilhjálms konungs frá Nor-
mandy, sem fylgt höfðu honum til Eng-
lands, voru óánægðir orðnir með sinn
hlut, enda vildi konungur fyrst og fremst
vera konungur Engilsaxa. Það varð því
úrræði hans, er hann frétti liðssafnað
Danakonungs, að kalla á fund sinn Wi-
tan1 2) Engilsaxa í desembcrmánuði 1085
til ráðagerðar um, hvernig treysta skyldi
ríkið og verja. Þetta varð áhrifamddJl
fundur, þó að ekki sé til fundargerðin.
Akveðið var að gera allsherjarkönnun og
úttekt á ríkinu, og sú könnun var gcrð
þcgar á næsta ári, 1086, og færð í bækur,
Domesday Bookú) Þessar bækur eru
rnesta hcinrild, sem til er um nokkurt
þjóðfélag á þeim tíma. Þó að engar heim-
ildir hafi fundizt um það, hvernig Is-
lendingar hafa kynnzt þeirri merkilegu
könnun, sem Englendingar gerðu þá á
þjóðfélagi sínu, og þeirri heimildasöfnun,
er þeir gerðu að könnuninni lokinni, er
augljóst, að könnun Gissurar biskups og
samverkamanna hans var gerð eftir fyrir-
rnynd þessarar ensku könnunar. En hins
vegar varð sá mikli munur á árangrinum,
að enskir færðu könnun sína aðeins inn
í bækur, en íslendingar lögðu hana til
grundvallar við endurskipulagningu þjóð-
félags síns, og til hennar og þess má rekja
það, að nærri lætur að telja megi, að
þeir hafi orðið menningarlegt stórveldi í
tvær aldir.
Vilhjálmur konungur fór suður á
Frakkland sumarið 1086 til að verja
ríki sitt þar og kom ekki aftur lifandi til
Englands, en sonur hans, er tók við ríki á
Englandi, lagÖi alla heimildasöfnun til
Domesday Book og bókina sjálfa í
geymslu, og var hún geymd ólesin sem
forngripur frarn á 19. öld og varð ekki
Engilsöxum til neinnar uppreisnar. En
1) Líka nefnt Witinagemot, eins konar
stjórnarnefnd engilsaxneskra ltöfðingja.
2) Þessar 'bækur eru skoðaðar sem eitt heim-
ildarrit og nafn bókanna þvi í eintölu.