Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 111

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 111
ANDVARI UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG ÍSLENDINGAÞÁTTA 109 ritgerS, er höfundur þcssa máls ritaði í Sögu, tímarit Sögufélagsins 1970, og bætti þar við, þegar getið hafði verið jarðamats Gissurar biskups, þessum orð- um neðanmáls: „Sbr. þctta jarÖamatsstarf við hina frægu Domesday Book (sjá En- cyclopædia Britannica) gerða í Englandi 1086 af 7 eða 8 konunglega skipuðum kviðdómurum sínuin fyrir hvern lands- hluta. B. S.“ Þessi neðanmálsgrein varð til að benda á það, að ekki yrði hjá því komizt að hafa ofurlitla hugmynd um Domesday Book, þó að sú bók yrði ekki lesin nema með langri dvöl á Englandi. I enskum annálum segir svo frá upp- hafi þessarar bókar, að árið 1085 hafi Vilhjálmi bastarði Englandskonungi bor- izt þau tíðindi frá Danmörku, að Knútur konungur þar safnaði liÖi um gjörvallt ríki sitt og hefði gert bandalag við Olaf kyrra konung í Noregi um herhlaup á England. Danir höfðu eftir að Sveinn tjúguskegg vann England með aðstoð Ei- ríks jarls Idákonarsonar 1013 ráðið mcstu þar í landi, þangað til Vilhjálmur sigraði Harald Guðinason við Hastings 1066. Játvarður játari (confessor) af konungs- ætt Engilsaxa hafði að vísu verið kallað- ur konungur Englands frá því á fimmta tug aldarinnar, en Guðini jarl á Suður- Englandi og synir hans höfðu ráðið þar rnestu síðast. Vilhjálmur konungur vann England sem erfingi Játvarðar með her frá Normandy, og náði síðan sáttum við jarla Dana í Danalögum. En er þeim barst liðsauki frá Danmörku, gerðu þeir uppreisn gegn honum, en biðu ósigur, og eyddi hann þá danskri hyggð í Norð- ur-Englandi af miskunnarlausri grimmd, og var liðssafnaður Knúts konungs til hefnda og endurvinningar dansks rílcis. Liðsmenn Vilhjálms konungs frá Nor- mandy, sem fylgt höfðu honum til Eng- lands, voru óánægðir orðnir með sinn hlut, enda vildi konungur fyrst og fremst vera konungur Engilsaxa. Það varð því úrræði hans, er hann frétti liðssafnað Danakonungs, að kalla á fund sinn Wi- tan1 2) Engilsaxa í desembcrmánuði 1085 til ráðagerðar um, hvernig treysta skyldi ríkið og verja. Þetta varð áhrifamddJl fundur, þó að ekki sé til fundargerðin. Akveðið var að gera allsherjarkönnun og úttekt á ríkinu, og sú könnun var gcrð þcgar á næsta ári, 1086, og færð í bækur, Domesday Bookú) Þessar bækur eru rnesta hcinrild, sem til er um nokkurt þjóðfélag á þeim tíma. Þó að engar heim- ildir hafi fundizt um það, hvernig Is- lendingar hafa kynnzt þeirri merkilegu könnun, sem Englendingar gerðu þá á þjóðfélagi sínu, og þeirri heimildasöfnun, er þeir gerðu að könnuninni lokinni, er augljóst, að könnun Gissurar biskups og samverkamanna hans var gerð eftir fyrir- rnynd þessarar ensku könnunar. En hins vegar varð sá mikli munur á árangrinum, að enskir færðu könnun sína aðeins inn í bækur, en íslendingar lögðu hana til grundvallar við endurskipulagningu þjóð- félags síns, og til hennar og þess má rekja það, að nærri lætur að telja megi, að þeir hafi orðið menningarlegt stórveldi í tvær aldir. Vilhjálmur konungur fór suður á Frakkland sumarið 1086 til að verja ríki sitt þar og kom ekki aftur lifandi til Englands, en sonur hans, er tók við ríki á Englandi, lagÖi alla heimildasöfnun til Domesday Book og bókina sjálfa í geymslu, og var hún geymd ólesin sem forngripur frarn á 19. öld og varð ekki Engilsöxum til neinnar uppreisnar. En 1) Líka nefnt Witinagemot, eins konar stjórnarnefnd engilsaxneskra ltöfðingja. 2) Þessar 'bækur eru skoðaðar sem eitt heim- ildarrit og nafn bókanna þvi í eintölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.