Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 61

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 61
andvari SIGURÐUR NORDAL 59 sé endurreisn hins íorna þjóðveldis. Stundin er valin á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Nú er talið, að sú barátta fyrir rétti Islands, sem þjóðinni er hugstæðust af öllum afrekum hans, sé til lykta leidd. Síðasta ár hefur meir verið rætt og ritað á íslandi um fortíðina, frægð hennar, stríð og þrautir, en nokkuru sinni fyrr. Vel fer á því, að rnenn nemi það, sem numið verður af reynslu liðinna kynslóða. Eðlilegt er líka, að menn geri sér vonir um miklu meira hlutskipti niðjum sínum til handa en þeir njóta sjálfir. En samt er þessi dagur frarnar öllu dagur virkrar og ábyrgrar nútíðar." Enn er ótalið eitt, og blandaðist það ritun verksins Islenzkrar menn- ingar, sem áður var getið, en það var áætlun Máls og menningar um út- gáfu Arfs íslendinga, er kynnt var í 3. thl. 2. árgangs Tímarits félagsins. Var Sigurður ráðinn ritstjóri, og skyldi verk þetta vera í fimm bindum og fjalla um náttúru Islands, listir, bókmenntir, sögu og lífsviðhorf, en Sigurður hugðist rita sjálfur tvö bindanna. Mál og menning hafði þá starfað um hríð og sótti nú mjög i sig veðrið með stofnun Tímaritsins 1938 undir forystu Kristins E. Andrés- sonar. Þá var hinn svonefndi Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalista- flokkurinn stofnaður 1938 og átti vaxandi fylgi að fagna á þessu skeiði. Sigurður hafði sem fyrr segir unnið að útgáfu úrvals kvæða Stephans G. Stephanssonar á vegum Máls og menningar 1939 og hreifst nú með af áætluninni um Arf íslendinga, verk, sem hann sjálfur ætlaði að leggja svo drjúgum til og sá, að unnt yrði með samtakamætti félagsmanna að korna inn á nokkur þúsund heimili í landinu gegn vægu gjaldi hvers eins. Hann hafði 1928 verið skipaður formaður þá nýstofnaðs Menntamálaráðs og gegnt því starfi þrjú ár eða unz hann fór vestur um haf til ársdvalar 1931, eins og fyrr segir. Þótt Menntamálaráð nyti ríkisstyrks til starfsemi sinnar ór hinurn svonefnda Menningarsjóði, var við ýmsa örðugleika að etja, og hefur sú reynsla, er Sigurður fékk þar, eflaust ráðið nokkru um það, að hann kaus að gerast liðsmaður Máls og menningar. Hitt mun hann þá síður hafa grunað, að þátttaka hans í útgáfustörfum umrædds félagsskapar yrði öðrum þræði til þess að leiða hann út í hatrömmustu deilu, er hann lenti í urn dagana. Það yrði of langt mál að rekja hér tildrög þess, að í odda skarst með Sigurði og Jónasi Jónssyni frá Hriflu vorið 1942. Jónasi þótti illt, að Sig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.