Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 61
andvari
SIGURÐUR NORDAL
59
sé endurreisn hins íorna þjóðveldis. Stundin er valin á fæðingardegi Jóns
Sigurðssonar. Nú er talið, að sú barátta fyrir rétti Islands, sem þjóðinni er
hugstæðust af öllum afrekum hans, sé til lykta leidd. Síðasta ár hefur meir
verið rætt og ritað á íslandi um fortíðina, frægð hennar, stríð og þrautir,
en nokkuru sinni fyrr. Vel fer á því, að rnenn nemi það, sem numið verður
af reynslu liðinna kynslóða. Eðlilegt er líka, að menn geri sér vonir um
miklu meira hlutskipti niðjum sínum til handa en þeir njóta sjálfir. En
samt er þessi dagur frarnar öllu dagur virkrar og ábyrgrar nútíðar."
Enn er ótalið eitt, og blandaðist það ritun verksins Islenzkrar menn-
ingar, sem áður var getið, en það var áætlun Máls og menningar um út-
gáfu Arfs íslendinga, er kynnt var í 3. thl. 2. árgangs Tímarits félagsins.
Var Sigurður ráðinn ritstjóri, og skyldi verk þetta vera í fimm bindum
og fjalla um náttúru Islands, listir, bókmenntir, sögu og lífsviðhorf, en
Sigurður hugðist rita sjálfur tvö bindanna.
Mál og menning hafði þá starfað um hríð og sótti nú mjög i sig
veðrið með stofnun Tímaritsins 1938 undir forystu Kristins E. Andrés-
sonar. Þá var hinn svonefndi Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalista-
flokkurinn stofnaður 1938 og átti vaxandi fylgi að fagna á þessu skeiði.
Sigurður hafði sem fyrr segir unnið að útgáfu úrvals kvæða Stephans
G. Stephanssonar á vegum Máls og menningar 1939 og hreifst nú með
af áætluninni um Arf íslendinga, verk, sem hann sjálfur ætlaði að leggja
svo drjúgum til og sá, að unnt yrði með samtakamætti félagsmanna að korna
inn á nokkur þúsund heimili í landinu gegn vægu gjaldi hvers eins. Hann
hafði 1928 verið skipaður formaður þá nýstofnaðs Menntamálaráðs og
gegnt því starfi þrjú ár eða unz hann fór vestur um haf til ársdvalar 1931,
eins og fyrr segir. Þótt Menntamálaráð nyti ríkisstyrks til starfsemi sinnar
ór hinurn svonefnda Menningarsjóði, var við ýmsa örðugleika að etja, og
hefur sú reynsla, er Sigurður fékk þar, eflaust ráðið nokkru um það, að
hann kaus að gerast liðsmaður Máls og menningar. Hitt mun hann þá síður
hafa grunað, að þátttaka hans í útgáfustörfum umrædds félagsskapar yrði
öðrum þræði til þess að leiða hann út í hatrömmustu deilu, er hann lenti í
urn dagana.
Það yrði of langt mál að rekja hér tildrög þess, að í odda skarst með
Sigurði og Jónasi Jónssyni frá Hriflu vorið 1942. Jónasi þótti illt, að Sig-