Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 144
142
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
en eilíf velferð barnsins í veði, ef það
kæmist ekki í kristinna manna tölu. Fjali
er vestan undir Fellinu miðju, og hefur
Helgi bóndi borið reifastrangann aillanga
leið, en komið við á Kappastöðum, sem þá
hét Kampstaðir, og fengið bóndann þar
tii samfyigdar, og gerðist hann skírnar-
vottur. Séra 'Bjami Páisson skírði Sölva í
Feilskirkju, og voru skírnarvottar prests-
frúin sjálf, maddama Ingibjörg Bjarna-
dóttir, Jón Jónsson bóndi Kampstöðum
og Jón Guðmundsson vinnumaður í Felli.
Um Helga föður Sölva segir Andrés:
„Helgi faðir hans þótti vera mjög undar-
legur maður, og álitu því margir, að Söivi
hefði sótt sérvizku sína til hans. Það
sögðu kunnugir menn, að oft hefði Helgi
verið búinn að leggja kindur sínar niður
við trog, en þá sýndust honum þær vera
svo fallegar, að hann tímdi ekki að skcra
þær. Drápust þær svo úr hor á veturna.
Á sumrum, þegar karl og kerling, foreldr-
ar Sölva, gengu að heyvinnu, tóku þau
það ráð, þegar drengurinn var tvævetur,
að binda hann við rúmstokkinn, og þar
létu þau hann eiga sig allan daginn.
Nærri má geta, hvemig piltinum hefur
liðið, þegar enginn varð til þess að hugga
hann, þótt hann grenjaði úr sér öll hljóð.
En með því enn lifði eftir í kolunum af
gamalli hjátrú þar í útsveitum, álitu
margir, að vondar vættir hefðu náð tang-
arhaldi á drengnum í þessari einveru, og
eignuðu þeim einræningsskap hans og
lánleysi síðar meir.“
Foreldrar Sölva fluttust að Keldurn, bæ
norðan undir Fellinu 1821, og þar dó
Helgi faðir hans úr uppdráttarsýki 6. des-
ember 1824. Sölvi hefur því ekki lengi
haft af honum að segja. Móðir Sölva gift-
ist aftur og hokraði í Sléttuhlíð til 1828,
en fluttist þá með Jóni Ulugasyni, seinni
manni sinum, inn í Deildardal ásamt
bömum sínum tveimur af fyrra hjóna-
bandi og ungri dóttur þeirra Jóns. Ingi-
ríður dó á Kambi í Deildardal 4. ágúst
1834.
Ári eftir lát Ingiríðar, móður Sölva, er
hann skráður léttapiltur á Undhóli í Ós-
landshlíð 15 vetra gamall, en vera má, að
hann hafi skilizt við móður sína áður en
hún dó. Tveimur árurn síðar hefst svo
þáttur Björns Þórðarsonar á Yzta-Hóli
(Björns á Skálá) og afskipti hans af
Sölva. Um uppvöxt Sölva segir Andrés
svo í grein sinni:
„Þrátt fyrir þessa illu aðbúð óx Sölvi
upp og varð snemma bæði stór og sterk-
ur, en jafnframt því óbilgjarn og sérvitur.
Gáfur hafði hann nógar, og snemma varð
hann góður skrifari, þótt slíkt væri ekki
títt í þá daga. Hann var mjög hneigður
til þess að draga upp rósir og ýmsar
myndir, og hafði hann þó ekki góð áhöld
til þess. Honum var mjög annt um mál-
verk sín, og hann hefndi þess grimmi-
lega, cf einhver skemmdi þau. Einu sinni
hafði hann til dæmis málað rósir nokkrar
á grápappír með fjaðrapenna og sótbleki.
En köttur nokkur gálaus og illa uppalinn
hafði ekki meiri smekk fyrir þessu lista-
verki en svo, að hann laumaðist upp á
hilluna, þar sem Sölvi geymdi rósirnar,
og dreit á snilldarverkið. Varð þá Sölvi
svo reiður, að hann hengdi köttinn. Latur
var Sölvi til flestra verka, en þegar hann
nennti að taka til starfa, var sem hvert
verk léki í höndum hans. Aftur á móti
gekk stirt að kenna honum kristin fræði.
Var honum komið fyrir hjá Birni hrepp-
stjóra Þórðarsyni á Skálá í Sléttuhlíð, til
þess að klínt yrði á hann fermingu. Þar
gjörði hann ýms strákapör, en jafnan
stóð honum þó beygur af Birni, og illa
var honum við hann. Það sést meðal ann-
ars á því, að hann málaði einu sinni
Björn og djöfulinn báða saman. Var djöfsi
þar að gefa Bimi að drekka úr könnu.1'