Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 107
ANDVARI
UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG ÍSLENDINGAÞÁTTA
105
hugsað, og lagði eldci til málanna, en
vegna þess að ég var bæði óskírður og
ófermdur, þótti mér skylt að taka mikil-
væg mál til athugunar, því að á mig
hafði verið lögð sú skylda að hafa skoðun,
en ckki trú á viðfangsefnunum, og það,
hvort sögur okkar væru sannar eða eigi,
væri mikilvægt viðfangsefni. Ekki rninn-
ist ég þess þó, að ég tæki þetta viðfangs-
efni til gaumgæfilegrar athugunar, fyrr
en ég kom til prófessors Sigurðar Nordals
sem óreglulegur nemandi hans í íslenzk-
um fræðum haustið 1918. Þó að svo hali
verið talið, að það nám hafi ég ekki stund-
að nema þann eina vetur, er í hönd fór,
hef ég skoðað mig sem lærisvein hans
alltaf síðan. Bókmenntastefnu hans unt
íslendingasögur fylgdi ég lengi í megin-
atriðum, en þó af nokkurri íhaldsseini,
því að alltaf átti gamla sagnfræðistefnan
í mér nokkur ítök. Þess vegna átti ég
jafnvel bágt með að taka undir við læri-
sveina hans, sem litu á Ara fróða eins og
kauðalegan nemanda í nútímaháskóla,
sem aðeins hefði getað lært erlendar
fræðibækur utanbókar til endursagnar og
ckkert mark væri takandi á því, senr hann
segði um fyrsta landnámsmann eða fyrsta
löggjafa lands okkar og þjóðar.
Svo kom annað til, sem smám saman
breytti skoðunum mínurn á uppruna ís-
lendingasagna, svo að ég fylgi nú hvor-
ugri þeirri stefnu, er ég hafði áður fylgt,
þótt ég viðurkenndi, að báðir hefðu nokk-
uð til síns máls. Þess vegna er þessi grein
rituð.
Vorið 1942 gerðist ég bóndi við smábú
norður á Þverá í Dalsmynni. Ég naut að-
stoðar hálfuppkominna barna minna og sá
mér færi á að hafa hjáverk af því að
safna efni í og rita sagnfræðilegar ævi-
sögur, en sagnfræði hafði verið eftirlætis-
námsgrein, sem ég hafði aldrei lagt til
hliðar. Þetta var upphaf 15 ára hjáverka-
starfs við söfnun heimilda að þremur
slíkum ævisögum, Einars í Nesi, Þorgils
gjallanda og föður míns. Við heimilda-
söfnunina v'ar jöfnum höndurn leitað
sagna og lýsinga, er menn geymdu í
minni, þcirra heimilda, sem var að finna
í vikublöðum og bókurn, manntölum,
kirkjubókum, tíundaskýrslum, dómabók-
um sýslnanna, sveitablöðum og einka-
bréfum og rcynt að bera þetta allt saman.
Þetta var mér að því leyti auðvælt, að
þarna var ég frændmargur í héraði, hafði
margföld kunningjasambönd, hafði lært
ýmislegt til heimildasöfnunar, hafði þeg-
ar sem námsmaður værið aðstoðarmaður
Jónasar Jónassonar, eftirlætiskennara
míns, vdð söfnun heimilda til rits hans
íslenzkir þjóðhættir, síðar unnið að
margsháttar skýrslugerð. Við þcssa nýju
heimildasöfnun komu fram fjölþættar
minnisfrásagnir, einkum um Einar í Nesi,
því að bæði kom hann rnjög víða við
sögu og dómar manna urn hann voru
mjög á ýmsa lund, einkum vegna mála-
ferla hans við vin hans séra Björn í Lauf-
ási um varphólmann í Fnjóskárósum, er
fólkinu hafði fundizt varða allar hliðar
mannlegs lífs.
Mér fannst könnunin á minnisheimild-
um þegar frá upphafi þessara heimilda-
könnunar varða mjög skoðanir mínar á
uppruna íslendingasagna og gleymdi því
aldrei alveg að hafa þær sögur í huga við
þá könnun. Það þótti mér í fyrstu furðu-
legt, hve minningar um félagsleg efni
voru fljót að gleymast, nema eittln'að sér-
staklega frábrugðið og helzt persónulegt
v'æri við þær bundið. Mjög var hætt við
þvú, að allt tímatal í minnisfrásögnum
ruglaðist, þó að auðvelt væri að leiðrétta
þann rugling eftir öðrum heimildum.
Yfirleitt reyndust mér minnisheimildir
mjög vafasamar, en þó mikill munur
þeirra eftir því, hverjir höfðu geymt þær