Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 63
andvari
SIGURÐUR NORDAL
61
leið, að bókin yrði prentuð, hvort sem ég vildi skipta mér nokkuð af því
eða ekki. Mér fannst þetta fyrirtæki góðra gjalda vert. Fyrsta útgáfan
hefur verið í höndum allt of fárra manna hér á landi, en þótt fjársjóður
öllurn, sem til hennar náðu, og er hún sarnt allt annað en læsileg vegna
stafsetningarinnar. Handhæg endurprentun hennar mátti því teljast góðra
gjalda verð. Æskilegt er, að fornritin séu miklu meira lesin en verið hefur
til þessa. Nú hafa íslendingar um sinn efni á að kaupa meira af bókum
en áður, og áhugi að stunda þjóðleg fræði virðist fara vaxandi. Tvímæla-
laust mun þeim síðar reynast dýrmætara að bafa varið einhverju fé til þess
að eignast sígild rit en ýmsar dægurbækur, sem á boðstólum eru, — en
ekki er víst, að bókakaup verði svo mikil, þegar kreppa sú skellur á, sem
leiðtogar vorir hafa heitið þjóðinni og miklar horfur eru á, að lendi ekki
við orðin tóm. Hér var því urn nauman tíma að ræða, torvelt að fá rnenn
til þess að sjá um útgáfuna, sem væru reyndir til slíks verks og ekki
öðrum störfum hlaðnir. Og tilætlunin var ekki að gera nýja, stafrétta
útgáfu, heldur auðlesna útgáfu handa íslenzkum almenningi.'*
Það kom í hlut höfundar þessarar greinar og Vilhjálms Bjarnar og síð-
ar að nokkru Gunnars Finnbogasonar í forföllum Vilhjálms að búa Flateyjar-
hók til prentunar, lesa prófarkir og semja nafnaskrá, en Sigurður ritaði for-
mála fyrir hverju bindi og var auk þess boðinn og búinn að greiða úr hverju
því vafaatriði, er undir hann var borið.
Þegar að því var fundið, að svo ungum mönnum skyldi vera falin öll
umsjón og ábyrgð slíkrar útgáfu, kvaðst Sigurður (í formála 1. bindis) aldrei
hafa „rekizt á, að því fylgdi nema gifta að trúa ungurn efnismönnum fyrir
hverju því hlutverki, sem er eðlilegt þroskastigi þeirra. Jafnvel vér eldri
mennirnir vinnum svo bezt, að vér lærum af verkinu urn leið.“
Við þessa vinnu að útgáfu Flateyjarbókar tókust náin persónuleg kynni
við Sigurð, sem héldust óslitið upp frá því. Oft á þessu skeiði og næstu árin
a eftir kvaddi hann mig margan fagran sumardag til langra gönguferða
venjulega um þvera Heiðmörk og ofan í Hafnarfjörð.
Sigurður hafði eitt sinn á útvarpskvöldi Skógræktarfélagsins 2. maí
1941 flutt erindi, er hann nefndi Heiðmörk og prentað var í Lesbók
Morgunblaðsins 11. maí það ár. 1 því greinir hann frá ýmsum skemmtileg-
mn gönguleiðum í nágrenni bæjarins og þá ekki sízt um svæði það, er hann