Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 8
6
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
eru, miðdagsmatinn ykkar.“ Við fengum svo einhvern samtíning á eftir.
Hún var afbragðs yfirsetukona sveitarinnar, þó ekkert hefði hún lært
til þess.“ Jóhannes kveðst hafa verið 17 ára, þegar móðir hans brá húi og
systkinin tvístruðust. Hann réðst þá í vinnumennsku til Olafs verts á
Skagaströnd, og lýsir Jóhannes svo komunni þangað, en hætir síðan við
stórfróðlegri frásögn af síldinni, áður en menn kunnu að færa sér hana
í nyt:
„Þegar ég kom til Ölafs verts um ísavorið 1867, þá var aðkoman sú,
að því nær ekkert var að éta þar á Skagaströnd. Þá voru hafþök af ís. En
skömmu síðar kom þangað karl nokkur frá Sauðá, kjaftfor og fjörugur.
Ekki man ég, hvað hann hét. Hann gekk upp í Höfðann og sá þaðan,
að valcir voru í ísinn, og stakk upp á því, að menn reyndu að róa. Hann
fékk sér kænu og reri út í ísinn og kom í vitlausan fisk. Það urðu fagnaðar-
fundir, er hann kom með aflann í land.
Þegar ísinn fór, var allur flóinn fullur af síld, svo langt sem augað
eygði og alla leið inn að Þingeyrasandi og vestur að Vatnsnesi. Það voru
meiri ódæmin. Við vorum að skaka þarna á kænunni. Þá voru engin ráð
fundin þar í sveit til að veiða síld. Þetta var ekki talinn mannamatur. Eg
man eftir því, að það var komið fram undir aldamót og ég kominn heirn
frá Ameríku, að ég hitti mann af Suðurnesjum, sem fór að segja mér frá
því, hve afskapleg eymd og harðræði væru suöur með sjó. Hann sagÖi,
að hann hefði heyrt, að hungrið væri farið að sverfa svo að mönnum, að
þeir væru farnir að leggja sér síldina til munns. Það þóttu honum hörmu-
leg tíðindi."
I viðtalinu segir Jóhannes frá sjö ára dvöl sinni vestan hafs, þar sem
hann vann m. a. við að byggja íshús og ísa fisk, en heim sneri hann
einmitt til þess að vinna hrautryðjandaverk í þeim efnum fyrir áeggjan
Tryggva Gunnarssonar.
Kom Jóhannes upp íshúsi í Reykjavík á vegum ísfélagsins svonefnda
og var forstjóri þess til 1933.
Jóhannes segir ekki nánari deili á foreldrum sínurn í viðtalinu, en
í grein, er gamall Húnvetningagranni hirti um Jóhannes í XI. árg. Óðins
í desember 1915 segir svo m. a.: „Faðir hans, Guðmundur hreppstjóri í
Hvamrni í Langadal, var sonur Ólafs á Gilsstöðum í Vatnsdal, föður Páls