Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 132
130
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
fjallaskörðum og minntu mann á, hversu lítið leifði af þessurn síðsumarsunaði.
Það er eitthvað í þessu landslagi, sem fullnægir meiru en fegurðarþrá, ein-
hver sálrænn þáttur, ég á ekki betra orð yfir það. Ef til vill er þetta ímyndun
mín. Vera má, að það séu aðeins hinar skýru og köldu útlínur landslagsins,
sparsemi náttúrunnar, skógleysið og hrjóstrin, þessi algera andstæða yfirþyrm-
andi gróðursældar þeirrar suðurhafseyjar, sem ég hvarf frá fyrir svo skömmu.
Vera má, að ég hafi, án þess að gera mér það ljóst, verið orðinn þreyttur á
litskrúði hitabeltisins, leik ljóss og skugga og sífelldri baráttu mannsins við
hitabeltisnáttúruna.
Hér er líka háð barátta, en hún er við skort, en ekki ofgnótt, þess konar
barátta, sem ávallt mun skírskota mest til rnanna með norrænt blóð í æðum.
Og í æðum íslendinga er enn hið fornnorræna blóð, óblandað öðru blóði en
keltnesku á 9. og 10. öld, og tunga þeirra er enn næsturn hin sama og fyrir
þúsund árum.
Hvílíka tilfinningu fyrir samhenginu í lífi þjóðar sinnar hljóta ekki nú-
tíma íslendingar að hafa. Hversu nálæg eru okkur ekki menn og konur hetju-
aldar þeirra. Þessar staðreyndir blasa við þegar eftir fyrstu yfirborðskynni.
Sveitabæirnir heita enn nöfnum, sem þeir hlutu fyrir þúsund árum, notaleg-
um, yfirlætislausum nöfnum, samofnum atburðum margra alda: Eljarðarholt,
Hlíðarendi, Reykholt, Oddi, Miklibær, Ólafsvellir. Það er músík í þessum
nöfnum jafnvel í eyrum útlendings. Maður skilur, hversu nrjög þau hljóta
að orka á heimamenn, sem skynja í þeim svo miklu meira en nafnið eitt.
Fornbókmenntir þjóðarinnar eru enn almennt lesnar og dáðar. Á hverjum
bæ, þar sem við þáðum eftirmiðdagskaffi eða gistingu, gátum við gengið að því
vísu, að í baðstofunni væru tvær eða þrjár hillur með þaullesnum bókum. Eink-
um voru það Islendingasögur: Njála, Laxdæla, Egils saga, Grettis saga, Eyr-
byggja saga og margar aðrar, sem ég kannaðist ekki einu sinni við nafnið á. Og
gamla málið er svo lítið breytt, að börn lesa þessar sögur næstum eins og þær
voru skráðar á 12. öld og eins og þær voru sagðar í hinum rúmgóðu skálum á
vetrarkvöldum enn fyrr. Þau þurfa engar þær orðabækur og skýringartexta, sem
gera börnum í öðrum löndum lestur fornra bókmennta svo leiðigjarnan.
Það er erfitt að átta sig á því, að fjörutíu kynslóðir hafa lifað og dáið síðan
búseta hófst á þessum bændabýlum, því að breytingarnar eru svo litlar, Hinir
fornu skálar eru vitanlega horfnir, en ef 'fyrstu íbúarnir ættu afturkvæmt til
Islands, myndu þeir komast að raun um, að þaer engjar, sem þeir heyjuðu, eru
þar enn, að árnar, sem þeir veiddu í eða böðuðu sig í á sumarkvöldum, eru enn