Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 132

Andvari - 01.01.1976, Page 132
130 SIGURÐUR ÞÓRARINSSON ANDVARI fjallaskörðum og minntu mann á, hversu lítið leifði af þessurn síðsumarsunaði. Það er eitthvað í þessu landslagi, sem fullnægir meiru en fegurðarþrá, ein- hver sálrænn þáttur, ég á ekki betra orð yfir það. Ef til vill er þetta ímyndun mín. Vera má, að það séu aðeins hinar skýru og köldu útlínur landslagsins, sparsemi náttúrunnar, skógleysið og hrjóstrin, þessi algera andstæða yfirþyrm- andi gróðursældar þeirrar suðurhafseyjar, sem ég hvarf frá fyrir svo skömmu. Vera má, að ég hafi, án þess að gera mér það ljóst, verið orðinn þreyttur á litskrúði hitabeltisins, leik ljóss og skugga og sífelldri baráttu mannsins við hitabeltisnáttúruna. Hér er líka háð barátta, en hún er við skort, en ekki ofgnótt, þess konar barátta, sem ávallt mun skírskota mest til rnanna með norrænt blóð í æðum. Og í æðum íslendinga er enn hið fornnorræna blóð, óblandað öðru blóði en keltnesku á 9. og 10. öld, og tunga þeirra er enn næsturn hin sama og fyrir þúsund árum. Hvílíka tilfinningu fyrir samhenginu í lífi þjóðar sinnar hljóta ekki nú- tíma íslendingar að hafa. Hversu nálæg eru okkur ekki menn og konur hetju- aldar þeirra. Þessar staðreyndir blasa við þegar eftir fyrstu yfirborðskynni. Sveitabæirnir heita enn nöfnum, sem þeir hlutu fyrir þúsund árum, notaleg- um, yfirlætislausum nöfnum, samofnum atburðum margra alda: Eljarðarholt, Hlíðarendi, Reykholt, Oddi, Miklibær, Ólafsvellir. Það er músík í þessum nöfnum jafnvel í eyrum útlendings. Maður skilur, hversu nrjög þau hljóta að orka á heimamenn, sem skynja í þeim svo miklu meira en nafnið eitt. Fornbókmenntir þjóðarinnar eru enn almennt lesnar og dáðar. Á hverjum bæ, þar sem við þáðum eftirmiðdagskaffi eða gistingu, gátum við gengið að því vísu, að í baðstofunni væru tvær eða þrjár hillur með þaullesnum bókum. Eink- um voru það Islendingasögur: Njála, Laxdæla, Egils saga, Grettis saga, Eyr- byggja saga og margar aðrar, sem ég kannaðist ekki einu sinni við nafnið á. Og gamla málið er svo lítið breytt, að börn lesa þessar sögur næstum eins og þær voru skráðar á 12. öld og eins og þær voru sagðar í hinum rúmgóðu skálum á vetrarkvöldum enn fyrr. Þau þurfa engar þær orðabækur og skýringartexta, sem gera börnum í öðrum löndum lestur fornra bókmennta svo leiðigjarnan. Það er erfitt að átta sig á því, að fjörutíu kynslóðir hafa lifað og dáið síðan búseta hófst á þessum bændabýlum, því að breytingarnar eru svo litlar, Hinir fornu skálar eru vitanlega horfnir, en ef 'fyrstu íbúarnir ættu afturkvæmt til Islands, myndu þeir komast að raun um, að þaer engjar, sem þeir heyjuðu, eru þar enn, að árnar, sem þeir veiddu í eða böðuðu sig í á sumarkvöldum, eru enn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.