Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 112
110 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI minnstur varð þó hlutur Knúts Dana- konungs, sem kom þessu öllu af stað. Hann var veginn í kirkju í Óðinsvéum af þeirn liðssafnaði, er hann stofnaði til, og varð fyrir það heilagur maður, þó að ekki verði ráðið af mikilli sögu, sem ís- lcndingar rituðu um hann, að hann hafi annað unnið til heilagleikans en líflátið. En er það ekki ofsagt, að augljóst sé, að þjóðfélagskönnun Englendinga 1086 hafi orðið fyrirmynd könnunar þeirrar, er Gissur biskup lét gera á íslandi tæpum áratug síðar á íslenzku þjóðfélagi og olli þar stórmiklum tíðindum? Verður það fullyrt af ensku heimildunum einum sam- an að mestu, þar sem sum gögnin um ís- lenzku könnunina eru ekki til saman- burðar nema að litlu leyti. Hér hefur þegar verið svo mikið sagt, að ekki verður komizt hjá því að gera samanburð á þessurn tveimur könnunum, þrátt fyrir ófullkomnar íslenzkar heimild- ir. Fer hér á eftir nokkur samanburður tölumerktur: 1. Manntal fór fram á báðum löndun- um, Englandi og íslandi. 1 hvorugu land- inu hafði farið fram manntal áður, og í Englandi 1086 var fyrirmynd þess engin, og á íslandi cr slík fyrirmynd óþekkt nerna frá Englandi. Enska manntalið var miklu fullkomnara, þó að ekki væru þar allir íbúar taldir. Á íslandi voru búendur ein- ir taldir. Augljóst er, að Ari fróði hefur kunnað því illa, að ekki var að fullu farið eftir ensku fyrirmyndinni. Hann segir í sinni fáorðu frásögn: „en ótaldir voru þeir, er eigi áttu þingfararkaupi að gegna of allt Island." Hann gat ekki þessara orða bundizt, af því að honum var fyrirmyndin svo ofarlega í huga. 2. Nákvæmt jarðamat fór fram á Eng- landi 1086 þannig, að hver einstök jörð varvandlega skoðuð og virt til fjölda húða, sem voru í senn gjaldmiðill og verðmælir þar í landi. Um jarðamatið á íslandi er ekki önnur samtímaheimild en sú, að Ari segir í fslendingabók, að Gissur bisk- up hafi „komið því fram“, og telur Ari slikt „miklar jartegnir". En mildar heim- ildir eru um þetta jarðamat frá dögum Þorláks biskups helga fram til vorra daga, og verður af þeim heimildum séð, að mat þetta hefur haldizt óbreytt á lang- flestum jörðum frá því það var fyrst gert til 19. aldar og að mestu óbreytt til 1920. Má af því marka, hve mjög hefur verið til þess vandað, og hlýtur hverjum manni, sem þekkir til jarðamats, að vera ljóst, að þetta fyrsta jarðamat hér á landi hefur verið gert með sama hætti og á Englandi, að farið hefur verið heim á hverja jörð og hún vandlega skoðuð, landamörk hennar ákveðin og skráð og fleira, er hana varð- ar. Vitað er þó, að íslenzka jarðamatið hefur frá upphafi verið að því frábrugðið enska jarðamatinu, að hér voru jarðirnar metnar í íslenzkum gjaldeyri, þ. e. álnum vöruvirts vaðmáls, og þó heldur í hundr- uðum (120) álna, er svöruðu til verðs vorbærrar kýr. En um þennan mun á ís- lenzku og ensku jarðamati er það að segja, að það er „bitamunur, en ekki fjár“. Aðal- atriðið um samanburð þessa allsherjar- jarðamats í báðurn löndunum, Englandi og íslandi, er, að í þeim var það nýmæli án fyrirmyndar annars staðar. 3. f báðum löndunum, Englandi og ís- landi, voru allir „lausir aurar“ taldir, þ. e. búfé, áhöld og verðmætir rnálmar, skart- gripir o. fl. Þetta var einnig nýjung og einkurn það, að þetta var allsherjarfram- tal, og hefur hið enska framtal eflaust verið fslendingum til fyrirmyndar. En þess ber þó jafnframt að geta, að líklega hafa íslendingar verið sér um það, að setja fast verðlag á lausa aura með lögum. 4. Sú könnun, sem hér hefur verið frá sagt og fyrst fór fram á Englandi 1086
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.