Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 100
ARNÓR SIGURJÓNSSON: * Um uppruna Islendingasagna og Islendingaþátta Eina grein fornra bókmcnnta okkar höfum viS íslendingar helgað okkur sér- staklega og við okkur sjálfa kennt: Is- lendingasögur og íslendingaþætti. Mun- urinn á þessu tvennu er efnislega aðallega sá, að það eru kallaðar sögur, sem eru samfelld frásögn um ævi einstakra manna og stundum ætta, en þættir segja frá ein- stökum atburðum aðeins og afleiðingum þeirra fyrir þá, er að atburðunum standa. Frásögnin, jafnt í sögum og þáttum, skýrir aðallega frá því, hvernig þeir, sem frá er sagt, dugðu, þegar á reyndi, og á jafnframt að hjálpa þeim, er njóta frá- sagnarinnar, að skilja mennina, scm frá er sagt, aðstöðu þeirra og til hvers þeir dugðu. Að þessu leyti minnir hún oft á skáldsögur raunsærra manna frá síðari tímum, en aldrei á æviminningar nýlát- inna manna, sem oft eru blendingur af eins konar sagnfræði og því, sem Jónas heitinn frá Idriflu kallaÖi útfararsann- leika. Þetta eru miklar bókmenntir lítillar þjóðar frá þeim tíma, er þær voru ritaðar. Sögurnar, íslendingasögur, eru milli 40 og 50, þær sem enn eru til, og einhverjar þeirra glataðar, — líklega þó ekki margar, — og ýmsar þeirra mikil rit. Þættirnir eru miklu fleiri, en tala þeirra óvissari, því að mörkin milli sérstakra þátta og kafla í frásögn eru sums staÖar óglögg. Ef gera skal grein fyrir uppruna þessara bókmennta, þykir rétt að lýsa nokkrum almennum einkennum þeirra og þá fyrst þeim, sem eitthvað gætu bent á það, hvað mönnum hafi komið til að sernja þessi rit. Þá skal fyrst litið á það, hvcnær rit þessi eru samin. Því nær allir fræðimenn eru nú sam- mála um, að þau séu undantekningarlítið samin á 13. öld. Við þetta gerir höfundur þessarar greinar ekki aðra athugasemd en þá að þessu sinni, að sum þeirra munu vera endurrit frá enn síðari tíma. En um leið og gengiÖ er til samþykktar unr þcnnan ritunartíma þeirra, verður ekki komizt hjá því að taka það til athugunar, sem raunverulega er einkennilegast við þau, fyrst það, að allar sögnrnar gerast á sarna tíma að einni undantekinni, Banda- mannasögu, sem gerist um 20 árum síÖar en hinar. Hinurn sögunum, 40—50, er það sameiginlegt, að þær eiga upphaf sitt á landnámsöld, en aðalefni þcirra er frá tímanum 930—1030, þ. e. þcirri öld, er lengi var kölluð Söguöld í þjóðarsögu okkar, öldinni, þegar hið forna íslenzka ríki var að skapast. Þættirnir skiptast hins vegar í tvo hópa, þá sem eru í Landnáma- bók og eru ofnir inn í frásögn hennar um þá, er fundu landiÖ og byggðu það fyrstir norrænna manna. Þeir gerðust flestir næstu ár áður en landnámsöldin hófst og á sjálfri landnámsöldinni. Hinir íslend- ingaþættirnir, sem gerðust á íslandi, eru flestir frá Söguöldinni, 930—1030, þó eru fáeinir þættir, sem gerðust lítið eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.