Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 108

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 108
106 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVAr.I og sögðu þær, og hversu langt þær voru sóttar aftur í tímann. Einmitt af því fékk ég sérstakan áhuga á því, hversu langt þær náðu þangað. Það varð til þess, að ég tók að miða slíkar heimildir við sögn, er Hólmfríður föðursystir mín hafði sagt mér þegar í bernsku minni eftir Hólm- fríði ömmu sinni. Faðir Hólmfríðar hinn- ar eldri hét Indriði, og frá honum var það að segja, að hann hafði komið ungur austan yfir Jökulsá á Fjöllum svo ungur og aðframkominn, að hann gat enga grein gert fyrir því, hvaðan hann var, gat raun- verulega ekki gert grein fyrir neinu nema nafni sínu. Fyrst þegar ég var farinn að stunda heimildakönnun á Þverá, frétti ég, að Indriði Þorkelsson ættfræðingur hefði eftir mikla leit fundið upphaf hans austur í Vopnafirði. Tengdafaðir Hólm- fríðar Indriðadóttur og afi afa míns, Friðjóns, var jafnaldri Indriða þessa, og svo var einnig langafi föður míns í móð- urætt. Voru þetta forfeður mínir, sem ég heyrði getið lengst til baka í bernsku minni, og aldrei fékk ég áhuga á að leita manna í þeirri grein ættar minnar lengra. Móðir mín hafði við fáa að tala um sína ætt í bernsku minni, og heyrði ég því mjög fátt um þá ætt, fyrr en foreldrar mínir fluttu að Einarsstöðum í Reykjadal í tvíbýli við Asrúnu móðursystur mína, en Ásrún hafði margt að segja um for- feður mína þeim megin. Móðir hennar var frá barnæsku alin upp á Fornastöðum í Fnjóskadal, og þaðan var hennar ætt öll og úr nágrannasveitunum. Hér kom hio sama fram og um föðurætt mína: heim- ildir um hana náðu til Móðuharðindanna. Afi ömmu minnar þeim megin var Björn bóndi í Lundi, er komst barn á vergang í Móðuharðindunum, og kunni Ásrún margar sögur um hann á þeim vergangi, en um Andrés bróður Björns var sú saga, að hann hafði fundizt látinn á barnsaldri að morgni í Végeirsstaðaklifi eftir að Þorgeir á Végeirsstöðum, sá sem Þorgeirs- boli var við kenndur, hafði úthýst honum. Af því að ég leit á mig sem mjög vcnju- legan mann, dró ég af þessu þá ályktun, að minni minnar kynslóðar næði yfirleitt ekki lengra til baka en til Móðuharðind- anna. Eftir það fannst mér öll mín könn- un, er varðaði minnisgeymd heimilda, staðfesta þetta, nemar þegar um væri að ræða minnisgeymd manna, er sérstaklega stunduðu ættvísi. Af því að hér á landi er enn sama þjóð og þegar íslendingasög- ur voru sagðar, dró ég þá ályktun, að minningargeymd hennar væri enn mjög lík og þá. Frá Móðuharðindunum voru liðin um 120 ár, er ég heyrði fyrst minnzt forfeðra minna, er þeir voru börn, svo að ég tæki eftir því, 160 ár, er ég byrjaði að safna heimildum um þá, og 193 ár, er ég minnist þeirra nú. Voru nokkur þau tíðindi að baki ís- lendingasagna, er gerðu söguefni þeúra minnisstætt og mörkuðu tíma þess jafn vel og Móðuharðindin? Að vísu ekkert sambærilegt fullkomlega, en þó jafn áhrifamikið til að minnast og marka tím- ann, er það gerðist. Það var landnám þjóðarinnar á óbyggðu landi og stofnun þjóðríkisins. I sögu þjóðarinnar hefur það verið látið mætast, er landnáminu lauk og þjóðríkið var stofnað, 930. Ef við lát- um það ár vera sambærilegt sem tíma- takmark þeirra, er geymdu íslendingasög- ur í minni, við upphaf Móðuharðindanna sem tímatakmark minningageymslu minn- ar, svarar árið 1050 til þess, er það, er ég man fyrst eftir að ég heyrði forfeðra minna getið, svo að í minni festist, árið 1090 svarar til þess, er ég byrjaði að safna um þá heimildum, og árið 1123 til þess, er ég sit við að skrifa þessa ritgerð. Af þessu dreg ég þá ályktun, að forfeðrum okkar hafi ekki verið fært að safna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.