Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 82
80
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
AÍJOVABI
sjaldan verður ósinn eins
°g uppsprettuna dreymir.
Ekki er að efa, að Sigurður liefði getað orðið gott ljóðskáld, hefði hann
lagt sig eftir því, en kvæði hans og vísur eru fremur tilraunir, gerðar til
gamans, og er þar ekki sízt þulan frá árinu 1920, ósvikin að allri gerð,
en hún hefst á þessa leið:
Gekk eg upp á hamarinn
sem hæst a£ öllum ber,
hamingjuna hafði eg
í hendi mér,
björt var hún sem lýsigull
og brothætt eins og gler,
— eg henti henni fram af,
þar sem hengiflugið er.
VíSa flugu brotin, en víSar hugur fer.
Leitað hef eg í ótal ár
áttavilltur og fótasár,
álpazt ofan í fen og flár,
fariS yfir hálar gjár.
Ekki var sú ferð til fjár,
færSust skuggar yfir brár,
nú er grátt af hrími hár,
sem haustið á mig felldi.
Komið hef eg í hreysi og kot,
höllu kóngs og greifa slot,
tínt þar saman brot og brot,
þótt brotin eg ei teldi:
ViS sama verSi eg þau aftur seldi.
Þess var áður getið, að Sigurður samdi ásamt Ólafi Lárussyni þátt,
Lögsögumannskjör á Alþingi 9B0, er sýndur var á Þingvöllum 1930. Löngu
seinna tók Sigurður sarnan sögulegan leikþátt í þremur sýningum, er hann
nefndi Á Þingvelli 984. Sá þáttur var sýndur í Þjóðleikhúsinu á sýningu
til heiðurs Ólafi V. Noregskonungi 1. júní 1961.
Merkasta tilraun hans á sviði leikritunar var þó samning sjónleiks í
fjórum þáttum, er hann nefndi Uppstigning og prentaður var 1946. Leik-