Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 116
EIRlKUR BJÖRNSSON:
Enn um vígið Vésteins
Við lestur greinar Hermanns Páls-
sonar í síðasta Andvara, er nefnd var:
Hver myrti Véstein í Gísla sögu? —
rifjaðist það upp fyrir Eiríki Björns-
syni lækni í Hafnarfirði, að hann
hefði eitt sinn endur fyrir löngu
spreytt sig á þessari sömu ráðgátu.
Efni þetta hefur sem kunnugt er
freistað margra, og fer hér á eftir
skýring eða skýringartilraun Eiríks
Björnssonar.
Um miðja 10. öld fluttist hingað til
lands Þorbjöm súr ásamt bömum sinum
þremur, Þorkeli, Gísla og Þórdísi, er öll
voru uppkomin og hin gervilegustu. Þór-
dís var þeirra elzt, og eitthvað hafði hún
verið að slá sér út í óþökk föður síns og
af því hlotizt vígaferli, sem líklega hafa
orðið til þess, að þau Þorbjöm tóku sig
upp og fluttust til íslands.
Þorbjörn súr kom í Dýrafjörð og keypti
sér land í Haukadal og bjó á Sæbóli.
Þarna hefur verið búið við rausn, vel hús-
að, efni nóg, og unga fólkið kom frá
heimsmenningunni að mati heimalning-
anna, vel klætt og frjálsmannlegt í fram-
göngu. Þess var ekki heldur langt að bíða,
að það festi ráð sitt. Gísli fékk þeirrar
konu, er Auður hét Vésteinsdóttir, en Þor-
kell fékk Ásgerðar, báðar ættaðar þar af
Vestfjörðum. Urn þær rnundir var þar
einhverra erinda Þorgrínrur goði, ungur
maður, sonur Þorsteins þorskabíts Þór-
ólfssonar landnámsmanns á Snæfellsnesi.
Þórdís Súrsdóttir, veraldarvön og sjálf-
sagt sjáleg kona, heillar unga höfðingja-
efnið, og er hún honum gefin, og fylgir
hcnni heiman Sæból, en bræðurnir reisa
sér bæ á Hóli. Liggja þar saman garðar,
og er vinfengi þeirra gott, bárust og mik-
ið á.
Eitt vor um þetta leyti fara þeir til
þings á Hvolseyri, sem er innarlega í
Dýrafirði. Þeir Haukdælir cru með 40
manna flokk, allir í litklæðum. Þar var
í flokki mágur Gísla, Vésteinn Vésteins-
son. Hann var farmaður, þ. e. hann sigldi
milli landa, flutti og seldi varning, hcfur
vafalaust verið glæsimenni og djarflegur
í framkomu, eins konar heimsmaður á
þeirra tíma vísu. Hann átti bú undir
Hesti í Önundarfirði, þegar hann festi
ráð sitt, og tvo syni átti hann með konu
sinni, er hétu Bergur og Helgi. Þeir korna
síðar við sögu.
Gestur hét maður Oddlcifsson frá Haga
á Barðaströnd. Hans er víða getið í forn-
sögum, spekingur mikill og forspár. Hann
var og kominn til þings og var í búð hjá
Þorkeli auðga í Alviðru, sem var einn af
höfðingjum þeirra Dýrfirðinga. Hann
spyr Gest: „Hve lengi ætlar þú, að kapp
þeirra Haukdæla og yfirgangur muni vera
svo mikill?" Gestur svarar: „Eigi munu
þeir allir samþykkir hið þriðja sumar, er
þar eru nú í þeim flokki.“ Þessi urnmæli
bcrast nú til eyrna Haukdæla. En til þess
að þau rætist ekki, stingur Gísli upp á