Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 99
ANDVARI
BÚSTAÐUR KÁRA SÖLMUNDARSONAR
97
frjómold jarðar og mannvirki. Slík urðu örlög Breiðár, bústaðar Kára Sölmundar-
sonar.
Þótt vald Vatnajökuls sé mikið, er því samt markaður bás. Barátta skrið-
jökuls við yl sólar er langæ, og bún harðnar eftir því sem hann færist meira
í fang. Síðastliðin fjörutíu ár hefur Breiðamerkurjökull hopað til mikilla muna.
Um 1940 var rofin jökulgirðingin um Breiðamerkurfjall, og farginu er létt af
bæjarstæðum Fjalls og Breiðár. En landið, sem breði hefur fótumtroðið tvær
til þrjár aldir, ber þess menjar.
Íslenzk tunga er rökrétt. Hún er „andans form í mjúkum myndum, minnis-
saga farinna daga.“ Einn þáttur íslenzkrar tungu eru örnefni landsins. I þeim
speglast skarpskyggni þeirra, er nöfnin gáfu, lýsing landsins, myndir af búnaðar-
háttum og jafnvcl forn hljómbrigði tungunnar. Ornefni í Breiðamerkurfjalli
handan við bæjarstæði Fjalls og Breiðár gefa glögga vísbendingu í þessu efni.
Orðið Breiðamörk eða Breiðármörk bendir til þess, að landsvæðið hafi verið skógi
vaxið, enda í samræmi við það, sem ýmsar heimildir greina frá. Nöfnin Eyður,
Eyðnaskarð og Eyðnatindur segja til um, hvar gróðrarríki þraut. Nöfnin Múli,
Múláhöfuð, Mógil, Rák og Rákartindur lýsa landslagi. Andspænis jökuljaðri
er Jökuldalur. Bæjarsker gefur til kynna, hvar bær landnámsmannsins stóð.
Miðaftanstindur vekur upp minningar þess, hvernig mældar voru stundir dag-
anna. Lakar fá eftir landslaginu samlíkingu af samnefndum líffærum búfjár.
Nöfnin Hrossadalur, Nautastígur, Geldingadalur lýsa búnaðarháttum og haga-
göngu búfjárins. Nafnið Útigöngúháls minnir á skjarra sauði, sem hafa bjargað
þar lífi sínu þrátt fyrir vetrarhríðar og snjóalög í fjallinu, sem lengi var girt jökli.
Breiðamerkurjökull hefur urið upp landkosti, sem lögðu verðmæti í hendur
Kára og Hildigunni. En fólk hefur setið um kyrrt á næstu grösum mann fram
af manni og búizt um, til sóknar og varnar í lífsbaráttunni, þar sem byggðin
stóð bezt af sér áföll. Þar hafa borizt frá manni til manns forn hljómbrigði og
orðgnótt íslenzkrar tungu að sumu leyti bundin við atvinnuháttu og örnefni
landsins. Sagan, tungan og samlífið við landið eru tvímælalaust öndvegissúlur
þeirrar byggingar, sem ber heitið íslenzk menning.
7