Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 99

Andvari - 01.01.1976, Page 99
ANDVARI BÚSTAÐUR KÁRA SÖLMUNDARSONAR 97 frjómold jarðar og mannvirki. Slík urðu örlög Breiðár, bústaðar Kára Sölmundar- sonar. Þótt vald Vatnajökuls sé mikið, er því samt markaður bás. Barátta skrið- jökuls við yl sólar er langæ, og bún harðnar eftir því sem hann færist meira í fang. Síðastliðin fjörutíu ár hefur Breiðamerkurjökull hopað til mikilla muna. Um 1940 var rofin jökulgirðingin um Breiðamerkurfjall, og farginu er létt af bæjarstæðum Fjalls og Breiðár. En landið, sem breði hefur fótumtroðið tvær til þrjár aldir, ber þess menjar. Íslenzk tunga er rökrétt. Hún er „andans form í mjúkum myndum, minnis- saga farinna daga.“ Einn þáttur íslenzkrar tungu eru örnefni landsins. I þeim speglast skarpskyggni þeirra, er nöfnin gáfu, lýsing landsins, myndir af búnaðar- háttum og jafnvcl forn hljómbrigði tungunnar. Ornefni í Breiðamerkurfjalli handan við bæjarstæði Fjalls og Breiðár gefa glögga vísbendingu í þessu efni. Orðið Breiðamörk eða Breiðármörk bendir til þess, að landsvæðið hafi verið skógi vaxið, enda í samræmi við það, sem ýmsar heimildir greina frá. Nöfnin Eyður, Eyðnaskarð og Eyðnatindur segja til um, hvar gróðrarríki þraut. Nöfnin Múli, Múláhöfuð, Mógil, Rák og Rákartindur lýsa landslagi. Andspænis jökuljaðri er Jökuldalur. Bæjarsker gefur til kynna, hvar bær landnámsmannsins stóð. Miðaftanstindur vekur upp minningar þess, hvernig mældar voru stundir dag- anna. Lakar fá eftir landslaginu samlíkingu af samnefndum líffærum búfjár. Nöfnin Hrossadalur, Nautastígur, Geldingadalur lýsa búnaðarháttum og haga- göngu búfjárins. Nafnið Útigöngúháls minnir á skjarra sauði, sem hafa bjargað þar lífi sínu þrátt fyrir vetrarhríðar og snjóalög í fjallinu, sem lengi var girt jökli. Breiðamerkurjökull hefur urið upp landkosti, sem lögðu verðmæti í hendur Kára og Hildigunni. En fólk hefur setið um kyrrt á næstu grösum mann fram af manni og búizt um, til sóknar og varnar í lífsbaráttunni, þar sem byggðin stóð bezt af sér áföll. Þar hafa borizt frá manni til manns forn hljómbrigði og orðgnótt íslenzkrar tungu að sumu leyti bundin við atvinnuháttu og örnefni landsins. Sagan, tungan og samlífið við landið eru tvímælalaust öndvegissúlur þeirrar byggingar, sem ber heitið íslenzk menning. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.