Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 12
10
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAKI
nokkur kennari gefið lærisveini sínum betra vegarnesti frá stuttri heim-
sókn?“
I formála fyrir riti sínu um Snorra Sturluson, er kom út 1920, getur
Sigurður þess m. a., að verk Snorra hafi verið kjörsvið sitt við meistara-
próf og hann skrifað prófritgerð sína 1911 um meðferð Snorra á drótt-
kvæðurn til söguheimilda.
Sigurður lauk meistaraprófi 1912, en hélt áfram námi í Kaupmanna-
höfn fjögur ár sem styrkþegi Árna Magnússonar, og þakkar Sigurður það
m. a. góðvild Finns Jónssonar kennara síns. Sigurður tók þá í framhaldi
af rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni að vinna að doktorsritgerð
sinni um Ólafs sögu helga, og taldi Hafnarháskóli hana 22. júní 1914
hæfa til varnar, en sjálf vörnin fór fram 1. desember það ár.
Björn M. Ólsen skrifaði mjög lofsamlega um ritgerðina í Skírni
1915, getur þess fyrst, hve erfitt og flókið viðfangsefnið sé og hve skiptar
skoðanir hinna færustu fræðimanna um það hafi verið. „Rannsóknin
var komin í hendu, sem enginn sá fram úr, og eina ráðið til að greiða
úr henni var að taka allt þetta mál til nýrrar rannsóknar frá rótum á
grundvelli allra heimildarrita og með hliðsjón af öllu því, sem ritað hafði
verið um málið.“
Þetta hafi Sigurður Nordal nú gert af fráhærri snilld og tekizt
oftast nær að komast að óyggjandi niðurstöðu. Björn reifar síðan einstök
atriði, hinar elztu Ólafs sögur, Ólafs sögu Styrmis fróða Kárasonar, er
Sigurður hafi tínt saman úr ýmsum ritum og varpað nýju og björtu ljósi
á, og gleðst Björn yfir því, að hann hafi komizt að svipaðri niðurstöðu
sjálfur, án þess að þeir vissu hvor af öðrum, en það ætti einungis að
verða hinni sameiginlegu niðurstöðu til styrktar. Þá ræðir Björn um
Ólafs sögu Snorra, bæði hina sérstöku og þá, sem stendur í Heimskringlu,
en Sigurður leiðir að því er honum virðist að því „óyggjandi rök, að
hann hafi fyrst samið sérstöku söguna og síðan skeytt hana inn í Hkr.
með nokkrum breytingum á þeim stöðum, þar sem hann síðar komst að
nánari og betri þekkingu."
Björn býður að lokum hinn unga vísindamann „velkominn sem
samverkamann í víngarði norrænna fræða. Vér fslendingar eigum engan
fjársjóð dýrmætari né veglegri en hinar forrm bókmenntir vorar. Hn