Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 24
22
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAM
rit í þessu safni, Sókrates eftir Platon og Mátt manna, þrjár ritgerðir
eftir William James. Steingrímur Thorsteinsson hafði á sínum tíma
þýtt Sókrates, en Sigurður nú endurskoSaS þýSingu hans og samiS inn-
gang til skýringar og leiSbeiningar lesöndum. Þá átti hann nokkurn þátt í
þýSingu síSarnefnda ritsins, þriðju ritgerðinni, þýddi kaflana VIII—X
(53.-66. bls.) og endurskoðaði þýðinguna á I.—VII. kafla (33.-53. bls.).
En hverfum nú aftur til ársins 1920. Síðla það ár sendi SigurSur frá
sér rit sitt um Snorra Sturluson, er áður hefur veriS vikið að. Hann gerir í
formála grein fyrir ritinu, segir, að ætlun sín hafi verið í framhaldi af fyrri
rannsóknum sínum á Snorra að semja rækilegt rit um hann og verk hans,
,,þar sem leyst væri til auðinnar hlítar úr öllum vafaatriðum, manninum
og verkum hans lýst hvoru fyrir sig og hvoru í sambandi við annað, hvort
tveggja borið saman við íslenzk og erlend dæmi o. s. frv. En slíkt rit mundi
hafa þurft margra ára undirbúnings ennþá, og ég sé mér ekki fært að leysa
það af hendi að sinni. Valda því einkum störf mín við háskólann. Nauðsyn
krefur, að sem fyrst verði komið upp yfirliti yfir bókmenntasögu Islendinga
eftir siðaskipti, a. m. k. fyrir nemendur, en það er hæði mikið verk og tor-
velt. En áður en ég hyrfi að þessu, og frá Snorra, fannst mér ég verða að
reyna að færa saman í litla bók það úr rannsóknum mínum, sem mér lá
mest á að segja. Ef mér síðar skyldi endast tími til þess að skrifa nánar um
sama efni, getur líka verið gott, að sum atriði í þessari bók hafi verið dærnd
og rædd.“
Sigurður kveðst því vilja slá nokkurn varnagla með ritinu, þar standi
efalaust margt til bóta, ,,en eitt er,“ segir hann, ,,sem ég hvorki vil né get
afsakað: ég hef af veikum mætti og eftir því sem efnið og þroski minn
leyfðu, reynt að skrifa þessa bók um lifandi rit fyrir lifandi menn. Þetta
býst ég við, að sumum fræðimönnum muni þykja ærin ástæða til þess að
telja hana óvísindalega og einskis virði, þó að sömu menn hefðu verði harð-
ánægðir, ef ég hefði rutt efni því, sem ég hef safnaS til hennar, ómeltu og
ósköpuðu í prentsmiðjuna. En þau vísindi, sem eru fólgin í tómum fræða-
tíningi, upptalningum í stað ályktana og skilnings, bókaskrám í stað dóm-
greindar, þykja mér lítils virSi. Ilinar vísindalegu „aðferðir" geta verið
góð leiðbeining fyrir þá, sem til slíkra starfa eru fæddir, en andleg störf
verða ekki unnin af vélum, og aSferðunum er ofvaxið að gera vélgenga