Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 156
154
ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS
ANDVAM
á dönsku, og um þýzku þýðinguna kærðu þeir sig ekki, því að á Englandi gera
menn sér ekki eins háar hugmyndir og vér um hina leiðinlegu Þjóðverja, the
dull Germans, eins og þeir kalla þá. Eða má það yfirleitt vera, að ég varpi skugga
á sæmd föðurlandsins með því, sem aðrir hafa til að víðfrægja það, sem danskt
er? Satt er það, að föðurlandið hefur að nokkru stutt mig í að afla mér þekking-
ar, en það hefur aldrei hirt um að færa sér hana í nyt. Prófessorinn kannast við
skýrslu mína til stjórnarnefndarinnar, þar sem ég í lokin fór þess á leit, nú þegar
ég hefði í þrjú ár ferðazt um öll Norðurlönd og öðlazt ekki mér að fyrirhafnar-
og áhættulausu nokkra yfirsýn yfir hið forna mál, að þá gerði nefndin mér kleift
að fylgja þessu eftir, svo sem mér væri unnt, og það án þess að ég þyrfti að hafa
áhyggjur af lífsviðurværi rnínu. Við málaleitan minni fékkst ekkert svar, og
þegar ég ræddi það síðan fyrst við E., var svarið: að ég gæti verið viss um, að
menn vildu allt fyrir mig gera. En andinn í því var greinilega, að þar sem stóð
allt, það var í rauninni prentvilla fyrir ekkert."
Rask telur, að stjórnin hafi í rauninni sleppt öllu tilkalli til hans og hann
sé frjáls ferða sinna. Það, sem honum hafði verið ætlað, væri svo lítið, að það
entist honum einum ekki til lífsviðurværis, „hvað þá heldur til að framfleyta
fjölskyldu, en aðrir á mínu reki miða venjulega við það (ég er nú að verða
þrítugur), og ég svo orðið þrælbundinn að eilífu.
Nú er ég hins vegar á því, að ljóst sé ég hafi rétt til að vinna fyrir mér á
löglegan hátt eins og allar aðrar manneskjur, og verða þar að liði, sem ég get.“
Og síðar segir hann:
„Hér | þ. e. í Svíþjóð] segir mér enginn skólameistaralega fyrir verkum,
hér virða menn kunnáttu mína og vilja afar gjarna halda í mig eins og ég er
og án þess að ég haldi ferðinni áfram. Hér hef ég aldrei á tilfinningunni, að ég
vinni rétt til þess að lifa, eins og var hverja stund í Kaupmannahöfn. Hér hef
ég fengið útgefendur og fé til alls, sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og til-
mæli um að vinna að miklu fleiri verkefnum en ég get sinnt. I Kaupmanna-
höfn verð ég fyrst að kría út fé hjá stjórninni til þess að kaupa útgefanda að
verki, sem ég hef viðað að mér efni í árum saman og með ærinni fyrirhöfn.
Væri ég þá ekki fávís og það margfaldlega, ef ég virti að vettugi þetta tækifæri
til að gera eitthvað, sem heimurinn yrði öðrum kosti að bíða í náðum eftir í
30 ár að dómi Nyerups og samkvæmt því, sem menn geta með sanngirni vænzt?
Ég óska þess því ekki, að neitt af því, sem hér um ræðir, væri ógert eða gleymt,
en leggi landar mínir mér þetta í alvöru til lasts, þá vil ég heldur verða úti á
Rússlandsauðnum en líta föðurland mitt nokkru sinni augum framar. Og hvað