Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 156

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 156
154 ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS ANDVAM á dönsku, og um þýzku þýðinguna kærðu þeir sig ekki, því að á Englandi gera menn sér ekki eins háar hugmyndir og vér um hina leiðinlegu Þjóðverja, the dull Germans, eins og þeir kalla þá. Eða má það yfirleitt vera, að ég varpi skugga á sæmd föðurlandsins með því, sem aðrir hafa til að víðfrægja það, sem danskt er? Satt er það, að föðurlandið hefur að nokkru stutt mig í að afla mér þekking- ar, en það hefur aldrei hirt um að færa sér hana í nyt. Prófessorinn kannast við skýrslu mína til stjórnarnefndarinnar, þar sem ég í lokin fór þess á leit, nú þegar ég hefði í þrjú ár ferðazt um öll Norðurlönd og öðlazt ekki mér að fyrirhafnar- og áhættulausu nokkra yfirsýn yfir hið forna mál, að þá gerði nefndin mér kleift að fylgja þessu eftir, svo sem mér væri unnt, og það án þess að ég þyrfti að hafa áhyggjur af lífsviðurværi rnínu. Við málaleitan minni fékkst ekkert svar, og þegar ég ræddi það síðan fyrst við E., var svarið: að ég gæti verið viss um, að menn vildu allt fyrir mig gera. En andinn í því var greinilega, að þar sem stóð allt, það var í rauninni prentvilla fyrir ekkert." Rask telur, að stjórnin hafi í rauninni sleppt öllu tilkalli til hans og hann sé frjáls ferða sinna. Það, sem honum hafði verið ætlað, væri svo lítið, að það entist honum einum ekki til lífsviðurværis, „hvað þá heldur til að framfleyta fjölskyldu, en aðrir á mínu reki miða venjulega við það (ég er nú að verða þrítugur), og ég svo orðið þrælbundinn að eilífu. Nú er ég hins vegar á því, að ljóst sé ég hafi rétt til að vinna fyrir mér á löglegan hátt eins og allar aðrar manneskjur, og verða þar að liði, sem ég get.“ Og síðar segir hann: „Hér | þ. e. í Svíþjóð] segir mér enginn skólameistaralega fyrir verkum, hér virða menn kunnáttu mína og vilja afar gjarna halda í mig eins og ég er og án þess að ég haldi ferðinni áfram. Hér hef ég aldrei á tilfinningunni, að ég vinni rétt til þess að lifa, eins og var hverja stund í Kaupmannahöfn. Hér hef ég fengið útgefendur og fé til alls, sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og til- mæli um að vinna að miklu fleiri verkefnum en ég get sinnt. I Kaupmanna- höfn verð ég fyrst að kría út fé hjá stjórninni til þess að kaupa útgefanda að verki, sem ég hef viðað að mér efni í árum saman og með ærinni fyrirhöfn. Væri ég þá ekki fávís og það margfaldlega, ef ég virti að vettugi þetta tækifæri til að gera eitthvað, sem heimurinn yrði öðrum kosti að bíða í náðum eftir í 30 ár að dómi Nyerups og samkvæmt því, sem menn geta með sanngirni vænzt? Ég óska þess því ekki, að neitt af því, sem hér um ræðir, væri ógert eða gleymt, en leggi landar mínir mér þetta í alvöru til lasts, þá vil ég heldur verða úti á Rússlandsauðnum en líta föðurland mitt nokkru sinni augum framar. Og hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.