Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 95
ANDVARI
BÚSTAÐUR KÁRA SÖLMUNDARSONAR
93
öðru utan lands og innan. Hvarvetna iylgir honum gifta. Frægðarljómi leikur
um nafn hans, hvar sem hann fer. Hann er skapdeildarmaður, allra manna
vinsælastur, herðimaður mikill fyrir sér, engum manni líkur i hvatleik sínum.
Hrollaugur sonur Rögnvalds jarls á Mæri nam Hornafjörð austan frá Horni
til Kvíár og bjó fyrst undir Skarðsbrekku í Flornafirði, en síðan á Breiðahól-
stað í Fellshverfi.
Þórður illugi, son Eyvindar eikikróks, hraut skip sitt á Breiðársandi. Honum
gaf Hrollaugur land milli Jökulsár og Kvíár, og bjó hann undir Felli við Breiðá.
Bær Þórðar er síðan ýmist nefndur Fell eða Fjall. Samkvæmt máldaga, sem
talinn er vera frá 1179, átti þá Rauðalækjarkirkja rétt til að láta reka 160 sauði
á afrétt í Fjallslandi. Tveim öldurn síðar, þ. e. 1387, er jörðin talin Flofskirkju.
Skamrnt austur af Fjalli var býlið Breiðá. Ekki er það nefnt í Landnámu, en
kunnugt er um byggð þar á söguöld. Á síðari hluta sögualdar bjó þar Ossur
Flróaldsson, frændi Síðu-Halls. Þegar Þangbrandur boðaði trú, gisti hann á
Breiðá, og tók Össur prímsigning. Össur kemur og við sögu, þegar góðgjarnir
höfðingjar leituðu um sættir eftir víg Höskulds Hvítanessgoða. 1 Njálssögu
segir svo:
Flosi mælti: „Þat vil ek yðr kunnigt gera, at ek vil gera fyrir orð Halls
mágs míns ok annarra inna beztu manna, at hér geri um sex menn af hvárra
hendi, lögliga til nefndir. Þykkir mér Njáll makligr, at ek unna honum þessa.“
Njáll þakkaði þeim öllum ok aðrir þeir, er hjá váru, ok segja Flosa vel fara.
Flosi mælti: „Nú mun ek nefna mína gerðarmenn. Nefni ek fyrstan Hall ok
Össur frá Breiðá, Surt Ásbjarnarson ór Kirkjubæ, Móðólf Ketilsson,“ — hann
bjó þá í Ásum, — „Hafr og Runólf ór Dal, ok mun einmælt, at þessir sé bezt
til fallnir af öllum mínum mönnum."
Og er sættir höfðu farið út um þúfur og deiluaðilar bjuggust til stórræða, er
Hróaldur Össurarson frá Breiðá talinn meðal höfðingja í liði Flosa.
Þegar Kári Sölmundarson hafði lokið suðurgöngu sinni og sigldi til Islands
við átjánda mann, tók hann land við Ingólfshöfða og gekk þaðan heirn til Svína-
fells. Njála lýsir komu hans að Svínafelli þannig: „Flosi var í stufu. Hann kenndi
þegar Kára ok spratt upp í móti honum ok minntist við hann ok setti hann í
hásæti hjá sér. Hann bauð Kára þar at vera um vetrinn. Kári þá þat. Sætt-
ust þeir þá heilum sátturn. Gifti Flosi þá Kára Hildigunni, bróðurdóttur sína,
er Höskuldr Hvítanessgoði hafði átta. Bjuggu þau þá fyrst at Breiðá.“
Snemma mun hafa verið reist kirkja að Breiðá, sennilega um sama leyti og
kristni var lögtekin á Islandi. Samkvæmt máldaga, sem talinn er vera frá árinu