Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 95

Andvari - 01.01.1976, Page 95
ANDVARI BÚSTAÐUR KÁRA SÖLMUNDARSONAR 93 öðru utan lands og innan. Hvarvetna iylgir honum gifta. Frægðarljómi leikur um nafn hans, hvar sem hann fer. Hann er skapdeildarmaður, allra manna vinsælastur, herðimaður mikill fyrir sér, engum manni líkur i hvatleik sínum. Hrollaugur sonur Rögnvalds jarls á Mæri nam Hornafjörð austan frá Horni til Kvíár og bjó fyrst undir Skarðsbrekku í Flornafirði, en síðan á Breiðahól- stað í Fellshverfi. Þórður illugi, son Eyvindar eikikróks, hraut skip sitt á Breiðársandi. Honum gaf Hrollaugur land milli Jökulsár og Kvíár, og bjó hann undir Felli við Breiðá. Bær Þórðar er síðan ýmist nefndur Fell eða Fjall. Samkvæmt máldaga, sem talinn er vera frá 1179, átti þá Rauðalækjarkirkja rétt til að láta reka 160 sauði á afrétt í Fjallslandi. Tveim öldurn síðar, þ. e. 1387, er jörðin talin Flofskirkju. Skamrnt austur af Fjalli var býlið Breiðá. Ekki er það nefnt í Landnámu, en kunnugt er um byggð þar á söguöld. Á síðari hluta sögualdar bjó þar Ossur Flróaldsson, frændi Síðu-Halls. Þegar Þangbrandur boðaði trú, gisti hann á Breiðá, og tók Össur prímsigning. Össur kemur og við sögu, þegar góðgjarnir höfðingjar leituðu um sættir eftir víg Höskulds Hvítanessgoða. 1 Njálssögu segir svo: Flosi mælti: „Þat vil ek yðr kunnigt gera, at ek vil gera fyrir orð Halls mágs míns ok annarra inna beztu manna, at hér geri um sex menn af hvárra hendi, lögliga til nefndir. Þykkir mér Njáll makligr, at ek unna honum þessa.“ Njáll þakkaði þeim öllum ok aðrir þeir, er hjá váru, ok segja Flosa vel fara. Flosi mælti: „Nú mun ek nefna mína gerðarmenn. Nefni ek fyrstan Hall ok Össur frá Breiðá, Surt Ásbjarnarson ór Kirkjubæ, Móðólf Ketilsson,“ — hann bjó þá í Ásum, — „Hafr og Runólf ór Dal, ok mun einmælt, at þessir sé bezt til fallnir af öllum mínum mönnum." Og er sættir höfðu farið út um þúfur og deiluaðilar bjuggust til stórræða, er Hróaldur Össurarson frá Breiðá talinn meðal höfðingja í liði Flosa. Þegar Kári Sölmundarson hafði lokið suðurgöngu sinni og sigldi til Islands við átjánda mann, tók hann land við Ingólfshöfða og gekk þaðan heirn til Svína- fells. Njála lýsir komu hans að Svínafelli þannig: „Flosi var í stufu. Hann kenndi þegar Kára ok spratt upp í móti honum ok minntist við hann ok setti hann í hásæti hjá sér. Hann bauð Kára þar at vera um vetrinn. Kári þá þat. Sætt- ust þeir þá heilum sátturn. Gifti Flosi þá Kára Hildigunni, bróðurdóttur sína, er Höskuldr Hvítanessgoði hafði átta. Bjuggu þau þá fyrst at Breiðá.“ Snemma mun hafa verið reist kirkja að Breiðá, sennilega um sama leyti og kristni var lögtekin á Islandi. Samkvæmt máldaga, sem talinn er vera frá árinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.