Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 88
86
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
andvaiii
átti hvorki bakhjall auðs né ættarfylgis, tók við forystu smáþjóðar, sem
var hnípin og illa leikin, sífellt þurfti að tala kjark í, hvetja og hrýna.
Einmitt með hinum smæstu þjóðum er afburðamönnum að því skapi
torvelt að njóta sín sem það einatt virtist auðsótt að vaða þar uppi fyrir
miðlungsmenn.
Látum oss viðurkenna hvort tveggja, að Jón hafi verið uppi á réttum
tíma og rétti maðurinn á þeim tíma. Eitt er víst, að þar eignuðust íslending-
ar mann, sem lánaðist, — varð bæði gæfumaður sjálfur og gæfa þjóð sinni.
Vér getum ekki skilið, hvers virði þetta var fyrir hugsunarhátt þeirra og við-
horf, ef aðeins er horft á samtíð hans og sýnileg afrek. Til þess verður að
hafa alla sögu Islands í hálfa sjöundu öld í huga. Það er varla ofmælt, að
allt frá því er Jón Loftsson í Odda leið, hafi engum íslenzkum þjóðskör-
ungi orðið svipaðs gengis auðið. Þetta mætti rekja öld eftir öld og með því
að telja hina nafnkunnustu menn, hvern af öðrum. Alls staðar ber skugga
íslands óhamingju á ævi þeirra, sem máttu þykja kjörnastir forvígismenn.
Sumir þekktu ekki vitjunartíma sinn, misskildu köllun sína og hlutverk.
Sumir lutu í lægra haldi fyrir ofurefli, aðstæðum og lífskjörum, voru beygð-
ir eða brotnir. Sumum var svipt burt af duttlungum örlaganna, áður en
þeir voru fullþroskaðir eða fullreyndir. En Jón fékk að lifa, þroskast, starfa,
beita sér af alefli, vinna ótvíræða sigra. Engir örðugleikar buguðu kjark
hans, hann örvænti aldrei, smækkaði hvorki sjálfur né slakaði á kröfum
sínum til þjóðarinnar og fyrir þjóðina, þótt hann kæmi ekki öllu fram.
Hann skildi löndum sínum eftir öfölskvaðar framtíðarhugsjónir, þar sem
hina raunverulegu framsókn þraut. Það var orðið annað og meira að vera
Islendingur, þegar hann hafði runnið skeið sitt á enda, en það var, þegar
hann kom til sögunnar."
Sigurður annaðist löngu síðar, 1961, á vegurn Almenna bókafélagsins
um útgáfu 30 kvæða, er flest höfðu verið flutt Jóni Sigurðssyni eða sungin
fyrir minni hans í veizlum, og nefndist hún Idirðskáld Jóns Sigurðssonar.
Sigurður ritar formála, þar sem hann reifar kvæðin í heild, lýsir tildrögum
og atvikum og viðhorfum skáldanna, 12 alls, til Jóns og stundum hvers til
annars. Loks ritaði Sigurður sérstaka grein um Jón og birti í Afmælisriti
Jóns Helgasonar 1969.
Olöf Jónsdóttir lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík