Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 18
16
l-INNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAKl
gjarnari sjálfsvera: ,,Þú ert orðinn eins og karlinn, sem þótti allur rnatur
allra mata beztur.“
Sem stendur er ég að skrifa „Inngang að bókmenntasögu Islendinga
eftir siðabót". Það verður seinasta ritsmíðin mín hér. Eg uni því illa, að
blutverki Islendinga í heiminum sé lokið A. D. 1400, en svo lítur það
þó út utan frá.“
1 bréfi, er Sigurður skrifar Guðmundi 11. maí 1918 eftir vetrar-
dvöl í Oxford, sést, að hann hefur verið að glíma við efni það, er hann
hugðist fjalla um í Hannesar Árnasonar fyrirlestrunum og nefndi ein-
lyndi og marglyndi. Hann kveðst hafa búið til einlyndi og einlyndur,
áður en hann rakst á það í Njálu í Oxford og hefði hann þó lesið bókina
fyrr. „Annars skal ég byrja með því að lýsa yfir minni ótrúlegu fáfræði
úr pontunni (ef þið hleypið mér í hana), segjandi með Páli Vídalín for-
föður mínum:
Lítið var, en lokið er
latínunni minni.
Eg vissi lítið, þegar ég fór frá Höfn, og hef nú gleymt því. En ég
get lært, og ég kann betur að læra en venjulegur stúdent."
Sigurður víkur síðan nánara að fyrrnefndu viðfangsefni, er hann
segir: „Ég var áðan að reyna að skýra orðin einlyndi og marglyndi í bréfi
til Ágústs [H. Bjarnasonar]. Það gekk illa í fám línum. En þú átt koll-
gátuna, að ég sé að reyna „að kryfja tvær andstæðar lífsstefnur". Og
síðar í bréfinu segir hann: „En dýrðleg grein er sálarfræðin og seiðir mig
meir og meir. Eg byrjaði að kynna mér hana af alveg hagrænum ástæð-
um, í leit að lífsreglum og klókum ráðum, en nú vildi ég stúdera hana
alla ævina af tómri forvitni. Það er þróunin, sem heillar mig, yztu öfg-
arnar og leiðin milli þeirra. Er hægt að rekja sögu sálarlífsins frá amöbunni
til Amiels og Flaubert, Baudelaire og Dostojeffsky? Þetta er spurningin.
Koma ný öfl til sögunnar, ytri innblástur, eða er allt þroskað eins og
eik úr akarni? Um þetta vildi ég skrafa við þig seint um sumarkvöld, milli
töðulyktar og þaralyktar, því þar áttu bú á milli, og öfunda ég þig af hvoru
tve8§ía- Mér finnst sálarfræðin vanrækja öfgarnar upp á við of mikið,
hina moderne sál, þar er fullt af próblemum. Og ekkert sálar próblem getur
verið sálarfræðinni óviðkomandi.