Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 16
14
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
þessu í forspjalli Islenzkrar menningar 1942 í kafla, er hann tileinkar
Hannesi Árnasyni, og vitnar þar til ummæla í erfðaskrá hans, ,,að engin
vísindi muni jafn menntandi eða jafn vel löguð til að bæta manninn í
öllu tilliti", og þá framar öllu sálarfræði, eins og hann segir þar á öðrum
stað.“ Og Sigurður heldur áfram: „Sé þetta rétt, má heimspekin ekki vera
eign sérfræðinga einna. Allir verða að reyna að fá sinn hlut í henni, eftir
því sem til vinnst, samhliða annarri þekkingu sinni og atvinnu."
Sigurði fannst hann í hili hafa goldið keisaranum það sem keisarans
var með prófurn sínum og margs konar grúski og hann vera „aftur orðinn
enn frjálsari en nokkur nýbakaður stúdent“, eins og hann kveður að orði
síðar í fyrrnefndum kafla.
Sigurður dvaldist í Berlín sumarið 1916 og þóttist sem endurfæddur
eftir dvölina þar. I bréfi til Guðmundar Finnbogasonar frá Höfn 29.
nóvember 1916 segir hann m. a.: „Því miður fór allur októher og lok
septemher og byrjun nóvember í veikindi fyrir mér. En nú er ég líka eins
og nýsleginn ríkisdalur! Eg er að skrifa langa ritgerð, sem verður 2—B00
stórar kvartsíður og á að vera húin fyrir jól. Það verður flaustursverk,
enda er það varla nema áteiknaður striginn, sem ég svo bródera á kom-
andi árin — auðga og endurbæti, breyti og bæti í. En ég fæ nú aðaldrætt-
ina og með því fullt plan í vinnuna á eftir. I janúar vona ég að komast til
Oxford, þar vil ég gjarnan vera til næsta hausts. Svo er ekki nema mátu-
legt meyjarstig til Parísar."
Og síðar i bréfinu segir hann: ,,Það er mein að vera ekki nema ein-
faldur í roðinu. Mætti annar Sig. Nor. gefa sig að að skrifa tímaritsgreinar
handa þér og Iðunni, þá væru nóg efni fyrir hendi.
Nú er Romain Rolland húinn að fá Nóbeh.verðlaunin, og enginn
skrifar urn hann á íslenzku. Verhaeren er molaður undir vagnhjóli — en
Frónverjinn lætur hann lifa og deyja án þess að þekkja nafnið. Johs.
Jörgensen er að gefa út endurminningar sínar, afar góða bók — ég hef rétt
tíma til að lesa þær, en ekki til að skrifa um þær. Maeterlinck á það alltaf
hjá mér, að ég skrifi fallega ritgerð um hann, og helzt vildi ég hafa gert
það nú, meðan Belgía er troðin hófum Húna — en lífið segir með kreppt-
an hnefann: takmörkun, takmörkun! Guð rninn góður, manninum eru
ekki gefnar víðfaðma greinar nema til þess að láta klippa þær af sér."