Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 68
66
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAPI
sem þeir hafa áður litið á handritamálið. í rauninni hefði nokkurra vikna
dvöl á Islandi þurft að vera einn þáttur í rannsóknum hinnar dönsku ,,sér-
fræðinga" nefndar. Og samt hafa þessir dönsku komumenn af eðlilegum
ástæðum farið á mis við þá reynslu, sem hefði snortið þá enn dýpra en sam-
töl við fáeina gestgjafa þeirra í Reykjavík.
Ef þeir hefðu haft tækifæri til þess að kynnast fleira fólki og víðar
um land, mundu þeir hafa gengið úr skugga um það, sem þeir annars urðu
einungis að taka trúanlegt, að endurheimt gamalla skinnbóka gæti í sann-
leika verið hjartansmál alþjóðar á Islandi. Eg hef haft talsvert tækifæri til að
kynnast þessu rneðal annars af fjölda bréfa frá fólki, sem ég hafði aldrei
heyrt nefnt, og sannast að segja hefur það að sumu leyti farið fram úr því,
sem ég hefði getað gert mér í hugarlund."
Sigurður segir síðar í greininni svipað og hann sagði í lok greinarinnar
1946, að íslendingar geti „aldrei látið handritamálið niður falla fyrr en á
því er fengin sú lausn, sem þeir mega una við. Það á sér alltof djúpar rætur
í tilfinningum þeirra og sannfæringu um réttmæti þess, til þess að nokkurar
hugsanlegar röksemdir né þversynjun bíti á þær. Og þetta getur því síður
orðið sem hér er ekki um það eitt að ræða að eiga og standa á rétti sínum,
heldur um skyldur og þjónustu. Við vitum fullvel, að endurheimt handrit-
anna leiðir af sér mikinn kostnað og mikið erfiði, sem við einir erum fúsir
að leggja á okkur.“
Þess er ekki kostur að rekja hér niðurstöður dönsku nefndarinnar í áliti
hennar 1951, en næsti leikur Islendinga var að skipa Sigurð Nordal seint á
því ári sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, og mun Bjarni Benediktsson,
er þá var utanríkisráðherra, hafa beitt sér fyrir því. Vér skulum nú heyra,
hvað Sigurður hefur um málið að segja í bréfi til Halldórs Hermannssonar
31. júlí 1952 eftir fyrsta veturinn í Höfn: ,,Það er bezt að spá engu um
handritamálið, því að ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. En það get
ég sagt þér, að ég er miklu bjartsýnni um niðurstöðuna en ég var í fyrra,
áður en ég kom hingað, og ef ekki vill eitthvert óvænt slys til, er von um, að
þetta mál leysist, áður en langt um líður, svo að íslendingar megi vel við
una. Ég get ekki neitað því, að ég hef haft talsvert gaman af því tafli öllu
saman, enda hefði ég aldrei farið í þessa veiðistöð á gamals aldri, nema vegna
þessa máls eins. En ef ég get átt þátt í því að leysa þetta vandasama mál, og