Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 131
ANDVARI
ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ?
129
útflutnings, og sagt er, að það sé næstum á þrotum. Þar er hvorki að finna kol,
járn né timburskóga — þar eru aðeins fáar verksmiðjur, engar járnbrautir — öll
ferðalög á landi eru á hestbaki — og bílar eru gleðilega fáir og það svo, að maður
veitir því sérstaka athygli. Eg efast um, að ég 'hafi enn séð tylft þeirra. Þar eru
engar borgir, nema ef Reykjavík getur talizt til þeirra. Akureyri, næststærsti
kaupstaðurinn, hefur 2400 íbúa. Hvergi eru kauptún nema við ströndina, að-
eins sveitir, aðskildar af háum fjallahlíðum, hásléttum og víðáttumiklum auðn-
um. Hægt er að ferðast frá norðri til suðurs, eða frá austri til vesturs, ef ekki er
fylgt alfaraleiðum, og komast þannig yfir landið þvert og endilangt án þess að
rekast á mannabústað.
Ekki hafði mig dreymt um það, áður en ég kom hingað, að ég myndi hitta
fyrir land, sem svo fullkomlega samsvaraði hugmynd minni um það, hvernig
land ætti að vera — land með nægu rúmi fyrir hinn litla íbúafjölda og þótt
meiri væri, og íbúarnir gáfaðir, þrautseigir, frélsisunnandi og 'heimakærir. Hér
gæti ég lifað ánægður það sem eftir er ævinnar. Ef til vill komu einhverjir for-
feður mínir frá íslandi, því að ég hef veitt því eftirtekt, að nafnið Hall — borið
fram Hattl — er næsta algengt hér.
Á ferðalagi mínu hingað norður frá Reykjavík, með íslenzkum leiðsögu-
og fylgdarmanni, fórum við þjóðveginn, sem tengir Suður- og Vesturland Norð-
urlandi. Enda þótt þessi vegur sé einn hinn fjölfarnasti á Islandi, er harla vand-
fundinn vegur, sem er svo fjarri því að líkjast nútíma þjóðvegi. Aðeins fáar
mílur utan við Reykjavík er þetta orðinn lélegur kerruvegur, og eftir það er
hann að mestu reiðstígur yfir mýrarfláka og fjöll, óteljandi ár og læki og eftir
dölum, þar sem reiðgöturnar eru orðnar svo djúpt troðnar í jarðveginn, að þær
ná hesti í kvið. Eftir margra stunda reið yfir eyðilegar heiðar kornum við stund-
um, okkur á óvart, í einangraða dali, hljóða og hellta fulla af mildu sólskini,
og með á, sem liðaðist í ótal bugðum urn engi. Blísturkall heiðlóunnar virtist
túlka vel gull og grænku dalsins, lágt garg gæsa — hin fullkomna tjáning ein-
manalegs lands — lýsti því betur en augað gat greint, hversu blá fjöllin voru og
einstæðingsleg. Stundum fór ég af baki til þess að rétta úr mér og sat svo um
stund og horfði niður yfir dal, sem blasti við. Torfi þakin bæjarhúsin greindust
vart frá engjunum, og ljósgrænni túnin kringum þá voru eins og flauelspjötlur,
vart stærri en þumalfingursnögl í þessum fjarska. Eg reyndi að festa þetta útsýni
í minni mér, viss um, að aldrei myndi ég líta annan dal jafn fagran, en alltaf
birtist nýr og aftur nýr, og á móti hverjum, sem lokkaði til !baka, kom annar,
sem lokkaði áfram. Á hálsunum milli hvers og eins næddu naprir vindar úr
9