Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 131

Andvari - 01.01.1976, Page 131
ANDVARI ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ? 129 útflutnings, og sagt er, að það sé næstum á þrotum. Þar er hvorki að finna kol, járn né timburskóga — þar eru aðeins fáar verksmiðjur, engar járnbrautir — öll ferðalög á landi eru á hestbaki — og bílar eru gleðilega fáir og það svo, að maður veitir því sérstaka athygli. Eg efast um, að ég 'hafi enn séð tylft þeirra. Þar eru engar borgir, nema ef Reykjavík getur talizt til þeirra. Akureyri, næststærsti kaupstaðurinn, hefur 2400 íbúa. Hvergi eru kauptún nema við ströndina, að- eins sveitir, aðskildar af háum fjallahlíðum, hásléttum og víðáttumiklum auðn- um. Hægt er að ferðast frá norðri til suðurs, eða frá austri til vesturs, ef ekki er fylgt alfaraleiðum, og komast þannig yfir landið þvert og endilangt án þess að rekast á mannabústað. Ekki hafði mig dreymt um það, áður en ég kom hingað, að ég myndi hitta fyrir land, sem svo fullkomlega samsvaraði hugmynd minni um það, hvernig land ætti að vera — land með nægu rúmi fyrir hinn litla íbúafjölda og þótt meiri væri, og íbúarnir gáfaðir, þrautseigir, frélsisunnandi og 'heimakærir. Hér gæti ég lifað ánægður það sem eftir er ævinnar. Ef til vill komu einhverjir for- feður mínir frá íslandi, því að ég hef veitt því eftirtekt, að nafnið Hall — borið fram Hattl — er næsta algengt hér. Á ferðalagi mínu hingað norður frá Reykjavík, með íslenzkum leiðsögu- og fylgdarmanni, fórum við þjóðveginn, sem tengir Suður- og Vesturland Norð- urlandi. Enda þótt þessi vegur sé einn hinn fjölfarnasti á Islandi, er harla vand- fundinn vegur, sem er svo fjarri því að líkjast nútíma þjóðvegi. Aðeins fáar mílur utan við Reykjavík er þetta orðinn lélegur kerruvegur, og eftir það er hann að mestu reiðstígur yfir mýrarfláka og fjöll, óteljandi ár og læki og eftir dölum, þar sem reiðgöturnar eru orðnar svo djúpt troðnar í jarðveginn, að þær ná hesti í kvið. Eftir margra stunda reið yfir eyðilegar heiðar kornum við stund- um, okkur á óvart, í einangraða dali, hljóða og hellta fulla af mildu sólskini, og með á, sem liðaðist í ótal bugðum urn engi. Blísturkall heiðlóunnar virtist túlka vel gull og grænku dalsins, lágt garg gæsa — hin fullkomna tjáning ein- manalegs lands — lýsti því betur en augað gat greint, hversu blá fjöllin voru og einstæðingsleg. Stundum fór ég af baki til þess að rétta úr mér og sat svo um stund og horfði niður yfir dal, sem blasti við. Torfi þakin bæjarhúsin greindust vart frá engjunum, og ljósgrænni túnin kringum þá voru eins og flauelspjötlur, vart stærri en þumalfingursnögl í þessum fjarska. Eg reyndi að festa þetta útsýni í minni mér, viss um, að aldrei myndi ég líta annan dal jafn fagran, en alltaf birtist nýr og aftur nýr, og á móti hverjum, sem lokkaði til !baka, kom annar, sem lokkaði áfram. Á hálsunum milli hvers og eins næddu naprir vindar úr 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.