Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 84
82
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDV/UU
Sigurður mælti nokkrum þakkarorðum og sagði þá í upphafi m. a.:
„Mér er bæði skylt og ljúft að tjá I Iáskóla Islands þakklæti mitt fyrir þann
sóma, sem mér hefur nú verið sýndur, og forseta heimspekideildar fyrir
urnmæli hans í minn garð.
En ég vil líka, hvað sem mínurn eigin verðleikum kann að líða, láta
í ljós ánægju mína yfir því, að þessi nafnhót hefur nú aftur verið veitt
eftir 28 ára hlé. Til hennar var upphaflega stofnað, eins og deildarforseti
tók fram, í sérstöku heiðursskyni við Björn Magnússon Ólsen, og ég tel
það ræktarsemi við minningu hans að láta hana ekki falla í gleymsku.
Sjálfur á ég Birni Ölsen ekki einungis margt og mikið upp að inna sem
kennara og fræðimanni, heldur líka þá virðingu, sem mér hefur hlotnazt
rnest um dagana, þegar hann réð því um leið og hann sjálfur lét af emb-
ætti, að mér var án umsóknar af minni hálfu boðið að verða eftirmaður
hans á kennarastóli." En lokaorðin voru þessi: ,,Eg hef verið efasemda-
maður og að sumu leyti uppreisnarmaður, að því er tekur til skoðana á
fræðum mínum sem vísindum og tilgangi þeirra, og það hefur ekki alltaf
verið mér auðvelt. Að vísu er jafnan skylt að hafa það, sem sannara reyn-
ist, að undirstöðu, svo langt sem það nær, en um það takmark þessara
fræða, að glæða eftir veikum mætti ást og skilning alþjóðar á tungu sinni,
bókmenntum og sögu . . . hef ég aldrei efazt. Þá múra, sem í flestum lönd-
um eru milli svonefndra lærdómsmanna og almennings, má aldrei reisa
á íslandi, og við eigum sem betur fer þar ennþá sérstakar forsendur þessa
samstarfs, sem ég þarf ekki að lýsa nánar, sem okkur ber skylda til að
varðveita og þar sem við geturn jafnvel orðið ýmsum öðrum þjóðum til
eftirdæmis."
Þess er áður getið, að Félag íslenzkra fræða beitti sér fyrir samningu
og útgáfu skrár um prentuð rit Sigurðar á átrræðisafmæli hans 14. septem-
ber 1966, en félagið lét þá einnig gera minnispening með mynd hans og
hinu fræga erindi Hávamála: Brandr af brandi/brenn, unz brunninn
er,/funi kveykiz af funa.
Þegar yngstu nemendur Sigurðar heiðruðu hann á 65 ára afmæli
hans haustið 1951, gáfu þeir út ritgerðasafn og nefndu A góðu dægri,
minnugir 19. erindis Hákonarmála: Góðu dægri/verðr sá gramr of bor-
inn,/es sér of getr slíkan sefa o. s. frv.