Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 94
PÁLL ÞORSTEINSSON:
Bústaður Kára Sölmundarsonar
Hraust og harðfeng var sú kynslóð, er réð ríkjum á Norðurlöndum við upp-
haf íslenzkrar sögu. Víkingar fóru á langskipum landa á milli og heimtu til
sín herfang án þess að hlífast við. Snilli hernaðar var þó bundin óskráðum
siðalögmálum. Drengskapur var kjarni þeirra laga. Rætur að lífsskoðun víkinga
stóðu djúpt í heiðnum dómi, og sá meiður, sem upp af þeim óx, var víða
„lofgróinn laufi sæmdar“. Hugrekki var nauðsynlegt, en ekki einhlítt. Jafn-
framt bar að gæta sóma síns gagnvart sjálfum sér og samferðamönnum. Ekkert
lögmál var æðra. Drengskapur ber blóma sinn, þegar mannúð býr að baki frá-
bæru harðfengi og hugrekki og veitt er hjálp í nauðum á úrslitastund.
Kári Sölmundarson er að þessu leyti glæsilegur fulltrúi, þar sem hann
kemur án aðdraganda og umsvifalaust á svið íslenzkrar sögu. Frásögn Njáls-
sögu af Kára hefst þannig:
„Víkingar kölluðu ok báðu kaupmenn upp gefast. Þeir sögðu, at þeir
mundu aldri upp gefast. í þessu varð þeim litit til hafs. Sjá þeir þar skip fara
sunnan fyrir nesit og váru eigi færri en tíu. Þeir róa mikinn ok stefna at
þangat. Er þar skjöldr við skjöld. En á því skipi, er fyrst fór, stóð maðr við
siglu. Sá var í silkitreyju og hafði gyldan hjálm, en hárit bæði mikit ok fagrt.
Sjá maðr hafði spjót gullrekit í hendi. Hann spurði: „Hverir eigu hér leik
svá ójafnan?" Helgi nefndi sik ok sagði, at í móti váru þeir Grjótgarðr ok Snæ-
kólfr. „En hverir eru stýrimenn?" sagði hann. Helgi svaraði: „Sá heitir Bárðr
svarti, er lifir, en annarr látinn, er Ólafr hét.“ „Eruð þit,“ segir hann, „ís-
lenzkir menn?“ „Svá er víst,“ segir Helgi. Hann spurði, hvers synir þeir
væri. Þeir sögðu. Þá kannaðist hann við ok mælti: „Nafnfrægir eruð þér feðg-
ar.“ „Hverr ertú?“ segir Helgi. „Kári heiti ek, ok em ek Sölmundarson." „Elvað-
an komtú at?“ segir Helgi. „Ór Suðreyjum," segir Kári. „Þá ert þú vel at kom-
inn,“ segir Elelgi, „ef þú vill veita oss nökkut.“ „Veita slíkt sem þér þurfuð,“
segir Kári, „eða hvers beiðizt þér?“ „Veita þeim atlögu," segir Elelgi. Kári
sagði, at svá skyldi vera.“
Eftir þetta verður saga Kára viðburðarík. Elann vinnur eitt afreksverk af