Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 105
ANDVARI
UM UPPRUNA ÍSLENDINGASAGNA OG ÍSLENDINGAÞÁTTA
103
bókmenntir en sannar sögur. Og fjórum
árum áður en ellefu alda afmælishátíð
þjóðarinnar var haldin, birtist á fyrstu
síðu elzta og virðulegasta tímarits þjóðar-
innar, sem einkum er helgað sögu og bók-
menntum hennar, sagnfræðileg ritgerð,
þar sem það er rökstutt, að líklega sé sagan
um Ingólf Arnarson, sem talinn hafi verið
fyrsti landnámsmaður Islands, bágborinn
skáldskapur Ara, og sagan um löggjafa
íslenzka þjóðríkisins Úlfljót vandræða-
endursögn úr ritum annarra þjóða. Fyrir
þessa ritgerð var höfundur hennar gerður
að ritstjóra nýrrar sögu þjóðar sinnar í
þjóðhátíðarútgáfu, og bera fyrstu bindi
þeirrar þjóðarsögu því vitni, að höfundar
sögunnar þora ekki að nefna nöfn úr ís
lendingasögum eða segja frá atburðum,
sem þar er frá sagt, af ótta við, að þá séu
þeir að vitna í þjóðsögur og segja frá
mönnum, sem aldrei hafi verið til, og at-
burðum, sem aldrei hafi gerzt. Til þess að
fá efni í þessa þjóðarsögu Þjóðhátíðarinn-
ar 1974 ræða höfundar hennar jarðsögu
Islands, sambúð lands og þjóðar í ellefu
aldir, mannfræðilegar athugasemdir, um
óslitna þræði frá nútíð til fortíðar, forn-
leifafræði, Island og umheiminn, Norður-
lönd og kristna trú, frelsi heilagrar kirkju,
nicnn eru varla nefndir nema Guðmund-
ur góði og höfundar fagurra bókmennta,
enda eru þeir svo fáir, að hættan er lítil,
að nefnd séu röng nöfn. Frá þessu er ekki
sagt til þess að lítilsvirða þessa nýju þjóð-
arsögu, því að vissulega eru þessi efni
umræðuverð og á sumum þeirra vel hald-
ið, heldur er á þetta minnzt til þess að
segja þá sögu á enda, hvernig komið er
trú og virðingu höfunda þessarar nýju
þjóðarsögu á fornar heimildir um sögu
okkar og þá meðal annars íslendingasög-
ur. Forðazt er að nefna þá menn, sem
þær segja frá, vegna þess að þeim er ekki
lengur trúað til að segja neitt satt, nema
helzt það, sem óvart er sagt og mjög
snjallir menn geta lesið milli línanna og
bak við þær. Þrátt fyrir það, að allir höf-
undar fyrstu binda hinnar nýju þjóðar-
sögu, ekki aÖeins sem fallegur hópur,
heldur líka hver og einn þeirra, vita það
fullkomlega, að þjóðarsaga er saga um
menn, karla og konur, og allir menn hafa
haft sín nöfn, þora þeir varla að nefna þá
nöfnum úr íslendingasögum, vegna þess
að þeir trúa ekki heimildunum til sann-
inda.
Svona langt hafa nútímasagnfræðingar
okkar Islendinga horfið frá þeirri skoðun,
sem ráðandi var um íslendingasögur og
sannindi þeirra 1874, skoðun, sem hér á
eftir verður nefnd sagnfræðistefnan. I
stað þess hafa þeir tileinkað sér aðra
skoðun um sögurnar, sem er hér nefnd
bókmenntastefna, en mætti eins heita
bókfræðistefna.
Bókmenntastefnan hóf göngu sína hér
á landi með Sigurði Nordal, sem varð
prófessor í íslenzkum fræðum við Háskóla
íslands 1918. Hann var meiri hókmennta-
fræðingur en sagnfræðingur og hafði
meiri áhuga á bókmenntagildi Islend-
ingasagna en sagnfræðilegu gildi þeirra.
Aldrei er hann þó trúlaus á sagnfræði-
gildi Islendingasagna, a. m. k. sumra
þeirra, en þó var honum ljóst þegar við
upphaf kennslu sinnar við háskólann, að
sagnfræðigildi þeirra var misjafnt og sum-
ar íslendingasögur voru skáldsögur og að-
eins eins konar stæling á þeim sögum,
er ritaðar höfðu veriÖ sem sannar frá-
sagnir, og væru skáldsögurnar síðar rit-
aðar. Ahrif Nordals í þessa átt urðu raun-
ar meiri en hann ætlaði, og kom þar
tvennt til: Hann varð ritstjóri nýrrar og
mjög vandaðrar útgáfu íslenzkra fomrita,
sem kölluð var Fornritaútgáfan og hófst
1933, og fylgdi þeirri útgáfu meiri könn-
un og samanburður á sögunum en áður