Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 39
ANDVABI
SIGURÐUR NORDAL
37
myndi spara stórfé til vega og strandferða og gera allar verklegar fram-
farir auðveldari. Og þá þyrfti enginn að kvarta um fásinni né einangrun."
SigurSur er ekki trúaSur á þaS, aS Islendingar rnundu lengi eira í
þéttbýlinu. ,,Óbyggt víSlendiS myndi kalla á þá, sem framtakssamastir
væri og frábitnastir kösinni. ÞaS er eitt af boSorSum lífsins aS fara eins
langt og þaS kemst. Hvar á hnettinum, sem til er hnefafylli af gróSur-
mold, hefur veriS nóg af jurtum til þess aS festa þar rætur. A sama hátt
hefur mannkyniS fyllt jörSina og gert sér hvern byggilegan blett undir-
gefinn. I þeirri fylkingu, sem leitaS hefur út á endimörk hins byggilega
heirns, erum vér íslendingar meSal framherjanna. Ef vér drægjum saman
byggSina í landinu, afneituSum vér því lögmáli, sem hefur skapaS þjóSina
og ekki verSur numiS úr gildi meS neinni hagfræSi.
Og í öSru lagi: ef vér hugsum oss, aS fólkiS yrSi ekki kyrrt á þessurn
blettum, þá fyndist mér þjóSin vera orSin stórum fátækari, hvaS sem öllu
framtali liSi. ÞaS sem gerir, aS Islendingar eru ekki í reyndinni sú kot-
þjóS, sem þeir eru aS höfSatölu, er einmitt landiS, strjálbyggSin og víS-
áttan. ÞaS væri óhugsandi, aS svo fámennur flokkur gæti myndaS sér-
staka og sjálfstæSa þjóS, ef hann væri hnepptur saman á svolítilli frjó-
samri og þaulræktaðri pönnuköku. Það er stærS landsins, sem hefur gert
þjóðina stórhuga, erfiðleikar þess, sem hafa stappað í hana stálinu, fjöl-
breytni þess, sem hefur glætt hæfileika hennar. Ekki einungis hver sveit,
heldur hver jörS, hver bær hefur eitthvaS sérstakt aS kenna heimamönn-
um, sem ekki verður annars staðar numið. Hvert býli, sem leggst í auðn,
gerir þjóðina andlega fátækari." Og síðar segir hann: ,,Ég má ekki til þess
hugsa, að FljótshverfiS og Öræfin eigi eftir að verða óbyggð, að enginn
Islendingur fái lengur að alast upp við Skeiðará og sandana, skriðjöklana
og hríslurnar í giljunum, — aS þessi náttúra verði aðeins augnagaman
hraðfara ferðamanna, sem kærni fljúgandi og settist þar eins og kría á
stein. Ég geri ráð fyrir nýjurn farartækjum, því að þá myndi enginn kunna
að fylgja ríðandi manni yfir árnar. Hér er fólk, sem geyrnir eldgamla
þekkingu á jöklum og jökulvötnum, sem hefur séð skriðjöklana skila því
aftur, sem þeir hafa tekið, hefur æft augu sín kynslóð eftir kynslóð á því
aS athuga straumlag vatnanna og lagt líf sitt við taflið. Hér er fólk, sem
hefur ekki einungis vaxið að karlmennsku við torfærurnar, heldur gest-