Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 86
84
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANIJVABI
Það er stundum talað um kotungslegan hugsunarhátt. En er Hki
,,kotungunum“ gert rangt til með þessum orðum? Er ekki mikið af þess-
um hugsunarhætti hruggað af leiðtogum, sem halda, að fátækt og smásálar-
skapur fylgist að og þeir snerti með fortölum sínum viðkvæma strengi hjá
kjósendunum? Dæmi Tjarnarsafnaðar sýnir að minnsta kosti, að musteris-
stefnan er ekki nein nýtízkuleg uppfinning eins húsameistara í höfuð-
borginni og ráðunauta hans, heldur lifir góðu lífi meðal sveitafólksins og
á sér eldgamlar rætur hjá þeirri þjóð, sem hefur sýnt það frá fornu fari í
menningarviðleitni sinni, að hún hefur ekki viljað ,,láta baslið smækka
sig“. Alþýðan má vara sig á að gína við þeirri flugu, að hún eigi að hugsa
kotungslega, þótt laglega og vinsamlega sé beitt á öngulinn."
Sigurður skýrði frá því í merkilegri minningargrein um Benedikt S.
Þórarinsson í Lesbólc Morgunblaðsins 8. september 1940, hversu það at-
vikaðist, að Benedikt gaf Háskóla Islands hið mikla bókasafn sitt, en hann
gerði Sigurð þar að meðalgöngumanni, afhenti honum gjafabréfið í nóv-
ember 1935 og bað hann að koma áleiðis til háskólaráðs. Elefur Sigurði
verið það ljúft verk, og reisti hann bókasafnaranum og öðlingnum Bene-
dikt S. Þórarinssyni veglegan minnisverða í Lesbókargreininni fyrrnefndu.
En henni lauk Sigurður með þessum orðum, er hann hafði lýst Benedikts-
herherginu svonefnda í háskólabyggingunni nýju: ,,Þótt margir ágætir
menn hafi hlúð að háskólanum með ráðum og dáðurn, sker gjöf dr. Bene-
dikts sig úr að tvennu leyti: verðmæti hennar fer vaxandi með ári hverju,
en vöxtur sjóðanna er ekki nema sífellt tap vegna verðhruns peninganna,
— og hún er komin frá manni, sem engurn böndum var bundinn þessum
háskóla né neinum öðrum nema þeim að hafa ekki fengið að njóta há-
skólamenntunar, frá rnanni, sem átti marga erfingja, sem af virðingu fyrir
þessu ævistarfi hans létu sér vel líka, að hann ráðstafaði þessari stóreign,
eins og honum var sjálfum ljúfast. Þetta safn í hinu nýja húsi er þegar frá
upphafi sögustaður. Það er mótað af elju og skörungsskap gefandans, ást
hans á íslenzkum menntum og trú hans á framtíð háskólans. Brýning verður
að stíga þangað fæti, lögeggjan að vinna þar í þeim anda, sem gefandanum
er samboðinn."
Sigurður var frá 1. marz 1945 prófessor í íslenzkum fræðum við Há-