Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 110
108
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVíRI
íif ojtfU|í í]arf Qt af-tolom Sptuutía*
Ya(:t 0)o%cus ío^c^o nutji toíw l tpð toM" aí4ÍlJ
ttu^ -tolj^ or \>w^c olt^fc <ftttr orsiro aí ttft VM
\3jyi' titOiMNrá^m ttds t c|u t touja ouvmn
Or 06V^o íltlt)5 df Sijun • jD-ttOfc tniclav liivtcr
ncv tjvot í|tvpicv íavjmtj v ^tm m4V)t es tjn Gm
jivi+Vam ot ú oitt ypaí, ypyftt mcl Snav oiflötti
Úr íslendingabók Ara fróða meS hendi sr. Jóns Erlendssonar.
hún segir alla sögu lands og þjóðar á 15
prentuðum blaðsíðum miðað við lesmál í
tímaritinu Skírni. Hitt er þó verra, að
sumt, sem Ari segir í sínum fáu orðum,
hefur valdið þeim misskilningi þeirra
margra, er lesið hafa, að þeir hafa haldið
miklu minna og ómerkara í þeim felast
en rétt er. Menn hafa skilið orð hans
svo, að hver fjáreigandi maður hafi virt
eignir sínar sjálfur, að vísu með svardög-
um, en án eftirlits, en Ari á við það eitt,
að árlegt framtal fór þannig fram eins og
gerist enn á þeim tíma, er nú líður. Það
sem raunverulega gerðist með forystu
Gissurar biskups urn aldamótin 1100 var
að íslenzku þjóðfélagi var gjörbreytt úr
frumstæðu heiðnu þjóðfélagi í kristið
þjóðfélag með fjármálastjórn og fösturn
tekjustofnum byggðum á rækilegu mati
lausafjár og jarðeigna, og stóð jarðamatið
nærri óbreytt til 1920, en fast verðlag
lausafjár („búalög"), að mestu óbreytt
fram í byrjun 19. aldar og að nokkru
frarn á þessa öld meðal alþýðu manna,
tryggði kirkjunni nokkur fjárhagsleg völd,
en þó höfðingjum landsins meiri völd í
fyrstu, því að þeim var falin að mestu
innheimta tekna þessa þjóðfélags (kirkju-
tiund, tíund til prestahalds, fátækratíund
o. fl.). Þá var jafnvel komið á nokkrum
tryggingum híbýla og kirkna og sú trygg-
ing falin hreppum eins og framfærsla
þeirra, er gátu ekki séð fyrir sér sjálfir.
Þessa gjörbyltingu þjóðfélagsins má lesa
úr Tíundalögum íslendinga hinum fornu
og alþingis samþykkt um fjárlag manna
á meðal á Islandi, og er hvort tveggja í I.
bindi Islenzks fornbréfasafns1), er Jón
Sigurðsson forseti sá um útgáfu á, og
vissi hvað hann var að gera. Því cr sagt
hér að frarnan, að notið hafi verið hans
aðstoðar til að skilja frásögn Ara fróða
um þessa atburði.
Þá er að gera grein fyrir því, með
hverjum hætti Björn Sigfússon veitti að-
stoð sína til þess að skilja frásögn Ara
fróða urn hina miklu stjórnarbyltingu
Gissurar biskups um aldamótin 1100 og
áhrif hennar á íslenzkt þjóðlíf og ís-
lenzkar menntir. Björn las prófarkir að
1) DI I, 22 og 23.