Andvari - 01.01.1976, Side 124
122
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
James Norman Hall, annar höfundur ofangreindrar bókar, fæddist í smá-
bæ í Iowaríki í Bandaríkjunum 1887. Hann ólst upp við kröpp kjör í heima-
húsum, dulur og hlédrægur drengur, snemma haldinn skáldagrillum og undi
sér bezt í einveru úti í náttúrunni. Samtímis því að vinna fyrir sér komst hann
í gegnum college og vann síðan í fjögur ár að ýmsri hjálparstarfsemi í fátækra-
hverfum Bostonborgar. Sumarið 1914 komst hann til Englands og ferðaðist
um landið á reiðhjóli, en er heimsstyrjöldin brauzt út samsumars, lét hann um-
svifalaust skrá sig í brezka herinn. Hann var á vesturvígstöðvunum sem vél-
byssuskytta fyrsta stríðsárið, en fékk þá orlof til að heimsækja föður sinn fár-
veikan. I þeirri ferð kynntist hann Ellery Sedgwick, ritstjóra tímaritsins Atlantic
Monthly, og fyrir hvatningu hans samdi hann fyrstu bók sína, Kitchener’s
Mob, um reynslu sína af styrjöldinni. Hann sneri aftur til Frakklands og
gekk þá í flugherinn, og það merkilega var, að þessi óframfærni draumóra-
maður, sem oft var haldinn vanmáttarkennd, reyndist hinn fræknasti árásar-
flugmaður og hlaut æðstu heiðursmerki. Þrisvar var hann skotinn niður og
hafnaði eftir þriðju útreiðina í þýzkum fangabúðum. Er styrjöldinni lauk, hélt
hann til Parísar, og þar var honum falið það verk að skrá sögu Lafayette flug-
herdeildarinnar, sem hann hafði barizt í. Til samstarfs við hann var fenginn
annar stríðsflugmaður, landi hans frá Kaliforníu, Charles Nordhoff, sem um
margt var gjörólíkur Hall, framgjarn, en raunsær efasemdarmaður. En með
þessum ólíku mönnum tókst vinátta, sem varaði til æviloka, og merkileg sam-
vinna í sagnagerð. Er þeir höfðu lokið við bókina um Lafayette herdeildina,
lögðu þeir upp í sjóferð til Suðurhafseyja og hugðust skrifa ferðabók fyrir
Harpers Magazine. I febrúarmánuði 1920 komu þeir til þeirrar eyjar, Tahiti,
sem varð aðaldvalarstaður þeirra upp frá því. Fyrsta bókin, er þeir sömdu þar
saman, Fairy Lands of the South Seas, kom út 1921, og eftir það skrifuðu þeir
saman 10 bækur, sem flestar hlutu miklar vinsældir. Efni þeirra flestra er sótt
til Suðurhafseyja, og tvær þeirra, Men against the Sea og Pitcairn’s Island, eru
framhald af Mutiny on the Bounty. Hall skrifaði auk þess margar bækur einn
sér. Hann andaðist á Tahiti sumarið 1951, fjórum árum síðar en vinur hans
Nordhoff, og er fullyrt, að fáir livítir menn hafi orðið eyjarskeggjum meiri
harmdauði.
Skal nú vikið að þeim þætti í lífi James Norman Halls, er snertir ísland
og Akureyri. Heimildir mínar eru aðallega sjálfsævisaga Halls, My Island
Home, sem út kom að honum látnum 1952, og bókin: In Search of Paradise —
The Nordhoff-Hall Story, eftir Paul L. Briand, Jr., sem út kom 1966.