Andvari - 01.01.1976, Síða 32
30
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAKI
tíðarinnar, sem fær að kveða upp dóm sögunnar yfir því þingi, sem gerir
íslenzk fræði að hornreku við háskóla vorn eða útlæg þaðan með öllu.“
Eins og fyrr segir, fór Sigurður ekki til Noregs, og kom því í hlut
hans að hrinda í framkvæmd ýmsu því, er hann hafði hreyft í Andvara-
greininni. Hann lét t. a. m. það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa út Is-
lenzka lestrarhók 1400—1900 með hinni merku inngangsritgerð um Sam-
hengið í íslenzkum hókmenntum. 1 henni segir Sigurður m. a.: „Sam-
hengið í máli og menntum íslendinga er engin tilviljun. Vér höfum ekki
varðveitt það fyrir svefn og einangrun, ekki verið nein Þyrnirósa meðal
þjóðanna, heldur vakað yfir því og staðið á varðbergi, höfundar og lesend-
ur verið samtaka. Það væri engin fjarstæða að kalla Islendinga mestu
hókmenntaþjóð heimsins, — ekki í þeim skilningi, að þeir hafi skapað
mest af fullkomnum verkum, þótt þeir hafi komizt furðu langt í því efni,
— heldur af því, að engin þjóð önnur hefur að tiltölu gefið hókmenntum
svo mikið af kröftum sínum, svo mikið af ást sinni og alúð, engin þjóð
leitað þar svo almennt fróunar og sótt þangað þrek. Ef til vill á saga
mannkynsins ekkert áþreifanlegra dærni þess, hver orkulind og ellilyf
andleg starfsemi er, jafnvel þó að sum verkin, sem samin eru, lærð og
lesin, sé hvorki höfug að efni né algjör að formi.
En bókmennta arfleifð þjóðarinnar er enginn dúnsvæfill, sem hún
getur lagzt á til þess að dreyma um liðna daga. Vér megum búast svo
við, að enn sé óslitin barátta fram undan. Vér höfum að vísu rekið af
höndum oss ýmis áhlaup. En sigurlaun lífsins eru aldrei hvíld, heldur
kostur á að halda vörninni áfram." Og síðar segir hann: „Það er sam-
hengi bókmenntanna að þakka, eins og margsinnis hefur verið bent á
hér að framan, að skáld vor hafa farið svo fá gönuskeið á síðustu öldum,
og verk þeirra fyrir bragðið úrelzt miklu minna en samtímarit annarra
þjóða...........Með þessu móti hefur heilhrigt íhald bjargað miklum
kröftum frá því að fara forgörðum, og það er ómetanlegt fyrir fámenna
þjóð. Vér megum ekki við því, að rithöfundar vorir svigni eins og strá
fyrir hverjunr goluþyt bókmenntatízku, er um Norðurálfuna hlæs, og
verk þeirra verði svo framtíðinni ónýt."
En Sigurður lýkur ritgerðinni með þessum fögru orðum: „íslend-
ingar eiga nú kost á þeim andstæðum, sem oftast standa við vöggu mikilla