Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Síða 146

Andvari - 01.01.1976, Síða 146
144 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI og varð drengur þá að hlaupa út á brók- inni og reka úr túninu. Slíkt þótti i þá tíma vel til fallið til að herða og stæla unglinga og búa þá undir hina hörðu glimu við tilveruna, sem flestir urðu að heyja. Hér verður ekki fjölyrt um flakk Sölva Helgasonar næstu 15 árin og útistöður hans við yfirvöld landsins, en líklega hef- ur honum þó verið happ, að hinn strangi amtmaður Bjarni burtkallaðist svo snemma, að flökkumál Sölva komu ekki í rétt hjá honum. Vörn Sölva í málaferl- um, sem risu út af fölsuðum reisupassa hans og flakki, er þó vissulega athyglis- verð. Hann segir meðal annars: „------fyrir þá skuld bjó ég til falsaða passann úr Múlasýslu, að ég var þá sinn- isveikur og hefi verið nú upp í fimrn ár, og það svo rammlega, að ég hefi mátt hafa öll ráð, er ég gat uppþenkt, að ég æddi ekki eða legðist að öðrurn kosti, enda er það auðséð á mörgu því sem í passanum stendur, að þaS er þess manns verk, sem ekki hefir verið með öllu ráði, og sízt er í að skilja, hví menn eru að taka mark á þvílíku bulli og markleysu þeirra manna, sem reyndir eru að sinnis- truflun og ráðleysu. Nú á þorranum (1845) hefir mér fyrir guðs náð batnað hún, svo ég er nú frí við alla þá ráðleysu og sinnisveiki, hvað lengi það kann að verða, veit guð.“ Þessari játningu Sölva og afsökun hef- ur víst ekki verið mikill gaurnur gefinn af valdstjórnarmönnum, en sá skilningur hans á eigin sálarástandi, sem hér kemur fram, er þó merkilegur og hárréttur, því að Sölvi hefur lengst af ævi þjáðst af geð- klofasýki (schisofreni), þó að af honum bráði með köflum, svo að honum varð ástand sitt ljóst. Nú á dögum hefði þetta verið talið Sölva til málsbóta. Verður þessi sjúkleiki mjög Ijós, þegar litið er á margt, sem hann hefur sjálfur skrifað. Hann talar um Sölva sem annan mann utan við sjálfan hann og gerir hann ýmist að píslarvotti eða spekingi með öllum þeim hæstu tituleringum, sem hann gat upp fundið. Samtímamenn hans og raun- ar seinni tíma menn drógu mjög dár að þessurn tilburðum manns, sem hafði jafn- lítinn bakhjarl í lífinu og Sölvi. Hér skal nú frá horfið um sinn og haldið til Kaupmannahafnar vorið 1858. Þá hafði Sölvi setið þar í fangelsi um þriggja ára skeið, dæmdur fyrir flakk. Ekki hefur það verið honurn neinn sælu- tími. Til eru tvö bréf, sem Sölvi hefur skrifað Jóni SigurÖssyni forseta á úthall- andi vetri 1858. Þá er hann búinn að taka út fangelsisvistina og er fluttur á Ladegaarden, sem hann nefnir á íslenzku fátækrastiftunina. Bréfin eru rituð 4. febrúar og 5. marz. Eru þau mjög lík að efni, en gefa býsna glögga mynd af and- legu ástandi Sölva og kringumstæðum hans eftir þennan þunga reynslutíma í lífi hans. Skal hér nú tilfært nokkuÖ úr bréfum þessum, sem lýsa Sölva að ég hygg betur en flest annað, sem finnst af því, sem hann hefur fært í letur. Bréf Sölva frá 4. febrúar byrjar svo: „Sælir veri þér: Herra Arkívar—Sekre- teri og Alþingismaður m. m. John Sigurðs- son! Forseti ens íslenzka Bókmenntafé- lags í Kaupmannahöfn. Kjærustu þakkir fyrir lánið á enurn 4um íslenzku bókum, er þér lánuðu mér að lesa, þegar ég var á dómarahúsinu í Höfn; — Nú er ég kominn út á hinn svokallaÖa „Ladegaard“ til ég á að send- ast heim til Islands — því lofaði (E)tas- ráðið mér í dómhúsinu í Höfn. —- Undar- leg og órannsakanleg eru þessi forlög Sölva veslings! en guði sé lof! hann hefur gefiÖ Sölva góðar gáfur og mikla still-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.