Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 128
126
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
vana og graslitla gjallhaug undir hálf-arktískum himni, þar sem lífinu er lifað
í algeru tilbreytingarleysi“. Hall skrifar í svarbréfi sínu, að hann hafi ekki getað
annað en hlegið að þessari forkostulegu lýsingu, og það versta sé, að svo mikið
sé til í henni, en Island sé svo sannarlega ekki óhrjálegur gjallhaugur, fjöllin
séu þar fegurri en orð fái lýst.
Á Akureyri hélt hann áfram íslenzkunámi hjá „Mr. Thorsteinsson“, sem
líklega mun vera Vernharður Þorsteinsson, síðar kennari við gagnfræðaskólann,
en þá starfandi sem stundakennari. Þótti Hall íslenzka málfræðin ærið strembin.
Þann kafla, sem hér fer á eftir, og inngangsorð hans birti Hall í ævisögu
sinni nær þremur áratugum síðar:
,,Ég vonaðist til að geta skrifað heila bók um ísland, og herra Wells hjá
Harpers hvatti mig sem mest hann mátti. En ég hafði ekki tekið með í reikn-
inginn erkióvin minn [þ. e. vanmáttarkenndina, aths. þýð.]. Þann tíma er ég
dvaldist á Islandi, síðsumar, haust, vetur og vor, hékk hann alltaf yfir mér og
hvíslaði að mér aðfinnslum um allt, sem ég skrifaði. Þrátt fyrir 'bölvun hans
kom ég þó nokkru í verk. Ég ætla að skjóta hér inn tveimur köflum úr þessari
bók, senr aldrei varð til, því að þeir eiga heima í þessum minningum og fjalla
um reynslu, sem ég enn hugsa til með sannri ánægju. Ég var ástfanginn af
íslandi frá því er ég steig þar fyrst fæti á land, og hefði það verið mögulegt,
hefði ég viljað dveljast á víxl þar og í Suðurhöfum þessa síðustu þrjá áratugi."
„Það er farið að síga á seinni hluta september. Meir en mánuður er lið-
inn síðan ég kom til íslands, og nú dvelst ég á Akureyri, hinum fámenna
höfuðstað Norðurlands. Ég hef setzt að fyrst um sinn á hóteli, tveggja hæða
timburhúsi á eyri, sem teygir sig langt út í fjörðinn. Herbergisgluggar mínir
vita mót suðri, og sér þaðan yfir fjarðarbotninn til fjalla, hvítra hið efra af
fyrsta haustsnjónum. Hér hef ég setið marga stund og horft á skýin speglast
í vatnsfletinum, á fjallsvegginn mikla í austri í síbreytilegri birtu og á skugg-
ana í giljum og gljúfrum, sem verða æ dimmblárri og falla fyrr á með degi
hverjum, eftir því sem líður á haustið og dagarnir styttast. Eflaust ætti ég að
vinna meira mér að gagni. Ég hef meðmælabréf til fólks í bænum, sem ég
hefði átt að vera búinn að sýna, og í stað þess að leita uppi tungumálakennara,
hef ég verið einn að berjast vonlausri baráttu við flækjur íslenzkrar málfræði.
En það er erfitt að slíta sig frá þessari einveru, þessari dásamlegu nautn
einsemdar, sem er eitt af því fyrsta og bezta, sem maður verður aðnjótandi
á ferðalagi í framandi landi. Hingað til hef ég aðeins eignazt þrjá kunningja