Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 76

Andvari - 01.01.1976, Side 76
74 FJNNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAJU nýju. Báðar setja þær efni sitt fram svo beint og umsvifalaust, að sú list getur ekki fyrnzt, meðan einhver skilur tunguna. Þeim mönnum, sem rita sér til lofs og frægðar, kann að þykja það skrýtið réttlæti, að hégómleg munnmælasaga, skrifuð upp eftir gamalli kerlingu, skuli halda lengur gildi sínu, verða lengur lesin og metin en meðalgóð skáldsasa eða leikrit, svo að ég tali nú ekki um vísindarit. En svona er réttlætið í heiminum. Enginn les nú framar hið volduga verk Þor- rnóðar Torfasonar: Elistoria rerum Norvegicarum, sem kom út í fjórum bindurn 1711 og var þá álitið „monumentum ære perennius". I því er nú varla nokkur stafur, sem ekki sé úreltur. En árið 1707 var hégómleg skrök- saga, Brjáms saga, skrifuð upp eftir Hildi gömlu Arngrímsdóttur. Sú saga er jafn lifandi og skemmtileg enn í dag, og það er varla hægt að hugsa sér, að menn hætti að hafa ánægju af henni. Langlífi verksins stendur hér ekki í neinu hlutfalli við fyrirhöfnina að rita það. Eða tökum annað dæmi, sem nær oss er. Ollurn er það ljóst, að talsvert af skáldskap síra Matthíasar er þegar tekið að úreldast, t. d. flest leikrit hans. Og ef horft er nógu langt fram í tímann, má sjá fram á, að jafnvel beztu kvæði hans muni eiga eftir að heyja harða baráttu fyrir lífinu við nýjan skáldskap nýrra tíma. Þó eru þessi verk þrungin því bezta, sem þessi æðstiprestur nútíðarbókmennta vorra átti í eigu sinni. En einu sinni settist Matthías niður á yngri árum sínum og hripaði upp á hálftíma handa Jóni Árnasyni gamla skröksögu að vestan: Sálin hans Jóns rnins. Hún er nú jafnvíðkunn og beztu kvæði skáldsins, og það er varla hægt að hugsa sér, að hún eigi eftir að fyrnast. Svona mætti lengi telja dæmi. Snorri Sturluson er frægari fyrir að hafa skrifað upp ævintýrið um Utgarða-Loka en að hafa barið saman Háttatal með ærnu erfiði, orðkynngi og lærdómi. Fáir nenna nú að lesa annað af hinum dýrkveðnustu vikivaka kvæðum en viðlögin, sem skáldin oft og einatt hafa sótt á alþýðu varir, óbrotin og yfirlætislaus.“ Sigurður hafði nokkrum árum fyrr í Vísi 25. apríl 1925 ritað um Sig- lús Sigfússon og þjóðsögusafn hans. Á árunum 1928—36 kom Gráskinna út á Akureyri, þjóðsagnasafn, er þeir gáfu út Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson. Hafði Sigurður skrá- sett eða búið til prentunar rúman helming þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.