Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 26

Andvari - 01.01.2003, Side 26
24 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI var sterk. Á sama tíma versnuðu kjör almennings vegna þess að verð- lag útlendrar vöru hækkaði mjög af völdum stríðsins, en laun verka- manna og sjómanna héldu ekki í við dýrtíðina. Við þessar aðstæður fékk verkalýðshreyfingin og jafnaðarstefnan byr í seglin hér á landi. Alþýðusamband íslands og Alþýðuflokkurinn voru stofnuð 1916 og á ísafirði er stofnað hásetafélag og verkamannafélag. Um sama leyti flutti ný kynslóð embættismanna í bæinn. Vilmundur Jónsson, héraðs- læknir og Finnur Jónsson, póstmeistari taka höndum saman við frjáls- lynda borgara og framámenn úr bindindishreyfingunni. Þar fóru fremstir feðgarnir séra Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bökunarfélags ísfirðinga og síðar ritstjóri Skutuls og Haraldur Guð- mundsson, síðar alþingismaður og ráðherra, Jónas Tómasson, bóksali og tónskáld, Jón H. Sigmundsson, byggingameistari, Magnús Olafs- son, íshússtjóri, síðar prentsmiðjustjóri og Eiríkur Einarsson, forystu- maður Sjómannafélagsins, skipstjóri og síðar hafnsögumaður. Saman mynduðu þessir menn forystusveit jafnaðarmanna sem breytti Isafjarð- arkaupstað í fyrsta rauða bæinn á Islandi.18 Fyrsta bæjarstjómarkosningin sem jafnaðarmenn unnu var haldin í janúar 1920. Þá var kosið um þrjá bæjarfulltrúa af níu, en kosið var árlega um þriðjung fulltrúa sem sátu þá í þrjú ár hver. Ef einhver þeirra lést eða flutti úr bænum á kjörtímabilinu var haldin aukakosning um það sæti. í janúar 1921 unnu fulltrúar Alþýðuflokksins aftur tvo full- trúa af þremur og höfðu þá í raun meirihluta í bæjarstjórn, því Sigurður H. Þorsteinsson, þáverandi formaður Baldurs, hafði verið kosinn árið 1919 og fylgdi jafnaðarmönnum oftast að málum. Alþýðuflokkurinn náði hreinum meirihluta í aukakosningum í nóvember 1921, þegar Finnur Jónsson var kjörinn í bæjarstjóm og styrkti stöðu sína enn við kosninguna í janúar 1922. Áttu jafnaðarmenn þá sjö fulltrúa af níu í bæjarstjórn: Harald, Jónas, Jón, Magnús, Finn, Vilmund og Eirík. Næstu ár héldust hlutföllin þau sömu; jafnaðarmenn fengu tvo fulltrúa af þremur í kosningum í janúar ár hvert og réðu því sex bæjarfulltrúum af níu.19 Mikil átök áttu sér stað á Isafirði þessi ár. Hvor flokkur átti sér mál- gagn sem kom út að jafnaði vikulega. Ihaldsmenn gáfu út Vesturland og jafnaðarmenn Skutul. Þar voru skotfærin ekki spöruð og oft voru skrif blaðanna mjög persónuleg. Árlegar kosningar til bæjarstjómar gerðu það að verkum að kosningabarátta var nánast í gangi allt árið. Ihaldsmenn deildu mjög á fjárhagsmál bæjarins, en jafnaðarmenn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.