Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 49
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
47
Við Alþingiskosningar í júní 1934 var Finnur Jónsson endurkjörinn
með miklum meirihluta og nú fékk Eggert Þorbjamarson sem var í
framboði fyrir sinn flokk aðeins 69 atkvæði.63 Þegar leið að hausti tók
Halldór Ólafsson frá Gjögri sæti Eggerts í bæjarstjóminni þar sem
Eggert flutti úr bænum. Studdi Halldór oftar tillögur jafnaðarmanna,
enda var nú komið að því að kommúnistar vildu óðfúsir starfa með
jafnaðarmönnum á sem flestum sviðum. Lentu þá forseti bæjarstjórnar
og bæjarstjórinn í andstöðu við meirihluta bæjarstjórnar. Höggvið var
á hnútinn með lagasetningu frá Alþingi sem Finnur Jónsson bar fram,
þar sem veitt var leyfi til að endurtaka kosningar ef bæjarstjóri hefði
ekki meirihluta bæjarstjómar á bak við sig.64 Heimatökin voru hæg,
því ráðherra félagsmála var Haraldur Guðmundsson fyrrum bæjarfull-
trúi og alþingismaður á ísafirði, fyrsti ráðherra jafnaðarmanna hér á
landi. Nýjar kosningar voru ákveðnar í janúar 1935.
Sömu flokkar buðu fram og árið áður, en listamir voru nokkuð
breyttir. Efsti maður kommúnista var nú Halldór Ólafsson frá Gjögri
°g annar Eyjólfur R. Árnason. Hjá Sjálfstæðisflokknum var efstur Sig-
urjón Jónsson bankastjóri. Efstu menn á lista Alþýðuflokksins voru
hinir sömu og árið áður, nema hvað Eiríkur Einarsson dró sig í hlé og
nýr fulltrúi sjómanna kom í staðinn. En röðinni var breytt. Finnur var
efstur sem fyrr, þá kom hinn reyndi fulltrúi iðnaðarmanna Jón H. Sig-
ntundsson, þriðji Eiríkur Finnbogason úr Sjómannafélaginu, þá Hanni-
bal Valdimarsson formaður Baldurs og í baráttusætinu Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur, bókavörður og kennari. Jafnaðarmenn endur-
heimtu meirihlutann, hlutu nær 53% greiddra atkvæða. Kommúnistar
fengu 93 atkvæði og misstu sinn fulltrúa en sjálfstæðismenn héldu
áfram fjórum bæjarfulltúum.65
í forystu Alþýðuflokksins á ísafirði
Alþýðuflokkurinn hafði lagt megináherslu á raforkumál bæjarins í
hosningunum 1935 auk framkvæmda við hafnargerð. Það reyndi því á
dugnað og útsjónarsemi bæjarfulltrúanna fram til næstu kosninga.
Hannibal og Guðmundur G. Hagalín voru mest áberandi í forystuliði
kratanna næstu ár. Finnur var að vísu helsti foringinn, alþingismaður
hæjarins og mikilsvirtur, en hin daglega barátta lenti meira á félögum
hans. í fjarveru Finns kom inn í bæjarstjóm Grímur Kristgeirsson rak-
ari sem var fyrsti varamaður Alþýðuflokksins. Þetta þríeyki hélt traust-