Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 71

Andvari - 01.01.2003, Side 71
andvari HANNIBAL VALDIMARSSON 69 Vinstri stjórn Hannibal Valdimarsson varð formaður Alþýðubandalagsins og skipaði efsta sæti á lista þess í Reykjavík í kosningunum 1956, Einar Olgeirs- son formaður Sósíalistaflokksins var annar og Alfreð Gíslason læknir, bandamaður Hannibals, var í þriðja sæti. Agreiningur um uppröðun listans mun hafa verið einhver og j?að hlýtur að hafa komið til tals að Hannibal yrði í kjöri í sínu fyrra kjördæmi, Isafirði. Niðurstaðan varð hinsvegar þessi. A ísafirði fór Guðgeir Jónsson bókbindari fram fyrir Alþýðubandalagið, en fyrir Alþýðuflokkinn Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur, báðir úr Reykjavík. Hvorugur þeirra náði kjöri. Kjartan Jóhannsson læknir hélt þingsætinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en litlu niunaði að Gunnlaugur næði inn sem landskjörinn. Var þetta í fyrsta sinn síðan 1927 að Alþýðuflokkurinn átti ekki þingmann fyrir ísafjörð. Urslit kosninganna í heild urðu nokkur vonbrigði fyrir „umbóta- bandalagið“ en viðunandi fyrir Alþýðubandalagið sem fékk nítján af hundraði atkvæða og átta þingmenn, einum fleiri en Sósíalistaflokkur- inn þremur árum fyrr. Umbótaflokkamir bættu við sig þremur þing- ntönnum, fengu samtals 25 af 52 þingsætum; Alþýðuflokkurinn átta (áður 6) og Framsóknarflokkurinn sautján (áður 16). Þjóðvarnarflokk- Urinn tapaði báðum sínum mönnum og Sjálfstæðisflokkurinn missti tvo. Það vantaði því aðeins herslumuninn uppá að leikflétta Gylfa Þ. Uíslasonar og Ólafs Jóhannessonar gengi upp, en þeir höfðu skipulagt kosningabandalag Alþýðu- og Framsóknarflokks. Úrslitum réð auð- vitað að Hannibal var farinn með sitt lið á braut. Eftir kosningarnar 1956 var mynduð vinstri stjóm undir forsæti Her- rcianns Jónassonar. Ekki gekk það átakalaust. Alþýðuflokkurinn hafði stefnt að því að mynda stjóm án þátttöku sósíalista og formaður flokksins, Haraldur Guðmundsson, hafði lýst því yfir að hann myndi ekki taka þátt í stjóm með „kommúnistum“, eins og hann og margir samherjar hans kölluðu sósíalista. Þá voru sárindi í flokknum yfir því að Hannibal Valdimarsson og félagar hans höfðu orðið til þess að umbótabandalagið náði ekki þingmeirihluta. Þrátt fyrir þetta sam- Þykkti Alþýðuflokkurinn aðild að ríkisstjóm með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. í kjölfarið sagði Haraldur af sér sem formaður riokksins. Hannibal Valdimarsson varð félagsmálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið og Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra. Annar ráðherra Alþýðuflokksins var Gylfi Þ. Gíslason. Hannibal og Gylfi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.