Andvari - 01.01.2003, Síða 71
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
69
Vinstri stjórn
Hannibal Valdimarsson varð formaður Alþýðubandalagsins og skipaði
efsta sæti á lista þess í Reykjavík í kosningunum 1956, Einar Olgeirs-
son formaður Sósíalistaflokksins var annar og Alfreð Gíslason læknir,
bandamaður Hannibals, var í þriðja sæti. Agreiningur um uppröðun
listans mun hafa verið einhver og j?að hlýtur að hafa komið til tals að
Hannibal yrði í kjöri í sínu fyrra kjördæmi, Isafirði. Niðurstaðan varð
hinsvegar þessi. A ísafirði fór Guðgeir Jónsson bókbindari fram fyrir
Alþýðubandalagið, en fyrir Alþýðuflokkinn Gunnlaugur Þórðarson
lögfræðingur, báðir úr Reykjavík. Hvorugur þeirra náði kjöri. Kjartan
Jóhannsson læknir hélt þingsætinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en litlu
niunaði að Gunnlaugur næði inn sem landskjörinn. Var þetta í fyrsta
sinn síðan 1927 að Alþýðuflokkurinn átti ekki þingmann fyrir ísafjörð.
Urslit kosninganna í heild urðu nokkur vonbrigði fyrir „umbóta-
bandalagið“ en viðunandi fyrir Alþýðubandalagið sem fékk nítján af
hundraði atkvæða og átta þingmenn, einum fleiri en Sósíalistaflokkur-
inn þremur árum fyrr. Umbótaflokkamir bættu við sig þremur þing-
ntönnum, fengu samtals 25 af 52 þingsætum; Alþýðuflokkurinn átta
(áður 6) og Framsóknarflokkurinn sautján (áður 16). Þjóðvarnarflokk-
Urinn tapaði báðum sínum mönnum og Sjálfstæðisflokkurinn missti
tvo. Það vantaði því aðeins herslumuninn uppá að leikflétta Gylfa Þ.
Uíslasonar og Ólafs Jóhannessonar gengi upp, en þeir höfðu skipulagt
kosningabandalag Alþýðu- og Framsóknarflokks. Úrslitum réð auð-
vitað að Hannibal var farinn með sitt lið á braut.
Eftir kosningarnar 1956 var mynduð vinstri stjóm undir forsæti Her-
rcianns Jónassonar. Ekki gekk það átakalaust. Alþýðuflokkurinn hafði
stefnt að því að mynda stjóm án þátttöku sósíalista og formaður
flokksins, Haraldur Guðmundsson, hafði lýst því yfir að hann myndi
ekki taka þátt í stjóm með „kommúnistum“, eins og hann og margir
samherjar hans kölluðu sósíalista. Þá voru sárindi í flokknum yfir því
að Hannibal Valdimarsson og félagar hans höfðu orðið til þess að
umbótabandalagið náði ekki þingmeirihluta. Þrátt fyrir þetta sam-
Þykkti Alþýðuflokkurinn aðild að ríkisstjóm með Framsóknarflokki og
Alþýðubandalagi. í kjölfarið sagði Haraldur af sér sem formaður
riokksins. Hannibal Valdimarsson varð félagsmálaráðherra fyrir
Alþýðubandalagið og Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra. Annar
ráðherra Alþýðuflokksins var Gylfi Þ. Gíslason. Hannibal og Gylfi