Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 114

Andvari - 01.01.2003, Side 114
112 SVEINN EINARSSON ANDVARI og frumflytja þennan leik „föður hússins“ og ekki að vita nema leikurinn hefði sómt sér jafnvel og annar íslenskur leikur, sem lengi fékk að liggja óbættur hjá garði, Jón Arason eftir séra Matthías, sem loks var sýndur á sviði Þjóðleikhússins á því afmælisári, þegar minnst var 1100 ára íslandsbyggðar. Reyndar kom til tals að sýna Sverð og bagal á þrjátíu ára afmæli hússins 1980, en þá varð fyrir valinu annar gamall leikur, sem dreginn var fram og stóð fyrir sínu, Smalastúlkan og útlagamir eftir Sigurð málara Guðmunds- son. Þann leik snikkaði Þorgeir Þorgeirson til fyrir nútímakröfur, og sama þarf auðvitað að gera fyrir Sverð og bagal. En þetta leikrit er það verka Ind- riða sem næst komst því að gera garðinn frægan erlendis. Það var þýtt á dönsku, þýsku og ensku og blaðið Óðinn segir leikinn hafa verið fluttan í Ernst Drúcker-leikhúsinu í Hamborg 1913, þó að Indriði geti þess ekki í ævi- sögu sinni og þeim sem hér heldur á penna hafi ekki tekist að sannreyna þá staðhæfingu.4 Sannleikurinn er sá, að Indriði Einarsson gerði ýmislegt til að koma verkum sínum á framfæri erlendis og verður vikið betur að því hér á eftir. Þegar hann er í minningargreininni að lýsa sigrum Jóhanns Sigurjóns- sonar, er hann í raun að lýsa sínum eigin draumum. Þó að hann „hefði tíma“ til að rita nokkur leikrit, er augljóst að störf hans sem endurskoðandi og einn helsti hagfræðingur stjómvalda, hlutu að rekast á við starf leikskáldsins. Nýlega kom í leitimar plagg sem varpar ljósi á stöðu skáldsins. Þar segir: Valvan; Jeg get sagt yður meira. Þetta leikrit verður leikið á 5-6 stöðum, í 4-5 löndum. Það fer yfir mikinn hluta af Norður-Evrópu á stuttum tíma, og gjörir mikla lukku; þjer hljótið meiri heiður af því en nokkrum íslenzkum manni hefur áður hlotnast nú langa lengi, og leikritið verður landinu til sóma um leið og það gjörir yður nafnkenndan. Jeg: Með því móti ætti jeg að fá 10-20.000 krónur fyrir það. Valvan: Jeg gæti ímyndað mjer, að þjer fengjuð það. Jeg: Ef leikritin mín heppnuðust eitthvað í þá áttina, þá gengi jeg strax úr þjónustu landsins, hvað lítið sem á bjátaði. Jeg fæ ekkert embætti sem jeg get lifað á, og alþingi eykur verkið mitt án þess að hækka launin mín sem voru lág áður. Með öðrum orðum níðist á mjer. Valvan: Já það er satt, jeg hef heyrt menn brúka þau orð um það, en þó svo færi; þá komið þjer í landsins þjónustu aptur, það getið þjer verið vissir um. Þetta er úr eins konar leikriti, tveggja manna tali skáldsins og völvu sem virð- ist vera miðill eða spákona. í leiklistarsögunni eru þekkt nokkur slík hliðar- spor skálda, þar sem þau gefa innsýn í glímu sína við ákveðin viðfangsefni í leikritsformi, ellegar beinlínis æfingaaðstöðu og aðferðum, eins og Moliére gerir í því fræga Impromptu á Versailles. Hér er um að ræða nokkuð annars konar plagg, en sem er leiklistarsögulega merkilegt og vel þess virði að draga það fram í dagsljósið. Það fjallar í raun um frægðardrauma skáldsins og teng- ist þó ekki Sverði og bagli, en sá leikur var saminn 1897 og gefinn út á íslensku 1899. Samtalið er ritað 1894 og ber heitið „Völuspáin um leikrit
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.